Saga - 1953, Page 63
407
ábóta sinn, og hafi Jón biskup Sigurðarson því
tekið hann í fangelsi og sett hann í tájárn eftir
komu sína hingað til lands.
(III) Sama vetur síðla skipti Jón biskup um
reglu í Viðeyjarklaustri, „en þetta var eins-
dæmi hér á landi, og munu biskuparnir hafa
þurft leyfi erkibiskups eða jafnvel páfa til
þessa. Hlýtur biskup að hafa fengið það, áður
en hann kom til íslands 1343. Það mun því ekki
þykja ósennilegt, að Jón biskup hafi fengið
vald til þess að hlutast til um mál þeirra
bræðra, sem brotlegir höfðu gerzt við ábóta
sinn“, segir greinarhöf. Segir hann ennfremur,
að eftir fangelsun sína hafi Arngrímur (og
Eysteinn) átt að snúa heim aftur í klaustur
sitt, en að biskupi hafi þótt bezt, að Þorlákur
ábóti losnaði við þá bræður, en „samkvæmt
réttum lögum bar að hegna brotlegum klaustra-
mönnum, og voru þeir stundum fluttir til og
látnir þola enn strangari refsingu". Sömuleiðis
segir hann, að „skynsamlegast myndi því vera
að skipa þeim Arngrími og Eysteini í önnur
klaustur og hafa hvorn í sínu lagi“.
(IV) Þá segir greinarhöf.: „Óhugsanlegt er
annað en að Jón biskup hafi fengið leyfi erki-
biskups eða páfa til þess að skipta um reglu-
hald í Viðey, og kynni þá ekki að hafa flotið
með samskonar leyfi til að flytja bræður á milli
klaustra.... ? Að minnsta kosti er víst, að Jón
Sigurðarson hefur fengið víðtækara vald en
aðrir biskupar til að rekast í málum klaustr-
anna“.
(V) „Voru bræður oft fluttir á milli klaustra
af sömu reglu, og finnast mörg dæmi þess hér-