Saga - 1953, Page 65
409
an. Guðmundar sögu Arasonar". En á þann
hátt varð hann ábóti á Þingeyrum.
Þetta var nú að vísu allt mikið og, með væg-
um orðum sagt, óvenjulegt hringl á bróður Am-
grími, en hann átti þó eftir að taka einn snún-
ing enn.
(IX) Er Arngrímur komst í ósætti við
klerkdóminn nyrðra, telja annálar hann hafa
heitið að gangast undir predikaralifnað í Björg-
vin. Þetta hafði höf. svart á hvítu, og þurfti
því ekki að sinna því frekar, en um það gat hann
þó ekki neitað sér. Hann skýrir þetta svo: „Pre-
dikarabræður (fratres prædicatores) játuðust
undir Dominicanaregluna, en hún var aftur
grein af Augústinusarreglunni, og má það
furðulegt þykja, að Benediktsmunkurinn Arn-
grímur skyldi hugsa sér að gangast undir reglu
Augústínusar. Helzta skýring, sem hér kemur
til greina, er sú, að Arngrímur hafi áður verið
í Augústínusarklaustri (þ. e. í Þykkvabæ), og
þess vegna fundizt sér leyfilegt að taka upp
lifnað Augústínusarbræðra".
(X) Segir höf. síðan misskilning Chr.
Langes í hinni norsku klaustrasögu, að Arn-
grímur hafi verið ábóti í Augústínusklaustri,
vera „ekki óskynsamlega" ályktun af því,
að hann hafi ætlað að ganga í predikara-
klaustur, „því að enginn gat látið sér detta í
hug, að Arngrímur hefði verið í tveim klaustr-
um, eins og nærri liggur að ætla“. Svo bætir
greinarhöf. einkar yfirlætislaust við: „Hér eftir
verður auðveldara að fást við ævisögu Eysteins"
og enn fremur, að trúlegt sé, „að uppreisnar-