Saga - 1953, Side 66
410
bróðirinn, Arngrímur, hafi orðið ábóti og síð-
ar officialis, og því verður frami Eysteins ekki
eins óskiljanlegur og ella hefði orðið“.
Það er sannast að segja, að fyrir þá, sem
annaðhvort trúa öllum þessum staðleysum eða
verða að gera það, verður miklu erfiðara að
fást við ævisögu Eysteins eftir þetta en áður,
ef hann og Þykkvabæjarbróðirinn eru eitt. Og
ef saga Arngríms væri eins og höf. vill vera
láta, þá væri frami Eysteins enn óskiljanlegri
en hann var áður en farið var að greina hann
sundur í tvo menn.
Ef saga Arngríms væri eins og höf. vill vera
láta, hefst hún á því, að síra Arngrímur svíkur
Jón biskup Halldórsson húsbónda sinn í utan-
ferðinni vegna Möðruvallamála, en samt er
hann eftir það skipaður í ágætasta prestsem-
bætti landsins, fær Odda og verður þar með
kórsbróðir í Niðarósi. Hann unir því ekki,
heldur gerist kanúki í Þykkvabæ og gerir þar
uppreisn gegn ábótanum og ber á honum, er
hegnt fyrir, og síðan gerist hann kanúki í Við-
eyjarklaustri, en minna en ári síðar gerist
hann Benediktsmunkur í Viðey. Er hann síðan
fluttur þaðan í Þingeyraklaustur til þess að
rita ævisögu hins góða Guðmundar, verður
ábóti þar, er síðan settur af vegna þess, að
hann er borinn Ijótum málum, og heitir þá að
ganga undir predikaralifnað, en er síðast sett-
ur inn í ábótadæmið á ný af samafbrotamanni
sínum úr Þykkvabæ, og deyr loks í ábótasæti,
virtur af öllum.
Ef þetta er ekki lyginni líkt, þá fer að verða
erfitt að átta sig á því, hvernig hún ætti að