Saga - 1953, Qupperneq 67
411
vera ásýndum. Höf. segir, „að sá,. sem sat í
dýflissu í gær, getur verið orðinn herra vor á
morgun". Það getur að vísu hæglega komið
fyrir, ef um pólitíska dýflissu er að ræða, en
ef um fangelsun fyrir almenn borgaraleg af-
brot er að tala, og það var að almennri réttar-
vitund þeirra daga raunverulegt borgaralegt
afbrot, sem framið hafði verið í Þykkvabæ,
þá er það enn sjaldgæfara, að leið slíkra af-
brotamanna liggi til vegs og frama, en að
hlaupár verði mörg ár í lotu. En að tveir menn,
er vinna saman að sama broti, og þá auðvitað
samtímis, hljóti svona mikinn og fljótan
frama, má heita hart nær ómögulegt.
Skulu nú athugaðar staðhæfingar og rök-
semdir höf., en rómversku tölurnar vísa til
samsvarandi talna við útdráttinn úr staðhæf-
ingum hans hér að framan.
(I) Þegar menn gengu og ganga í klaustur,
gera menn það ekki eins og gengið er í kaffi-
hús til að fá sér hressingu, að menn velja það,
sem næst er, hvernig sem klaustrinu er háttað,
eins og menn oftast gera um kaffihúsið. Þetta
heldur þó höf.,, því að hann segir síra Arngrím
hafa gengið í Þykkvabæjarklaustur, „sem
einna næst var Odda“. Nú er þetta að vísu
rangt, því að Viðeyjarklaustur var mun nær
og miklu auðsóttara þangað. Hefði síra Arn-
grímurþví eftir kenningu höf. frekar átt að snúa
sér þangað en í Þykkvabæ. En það, sem manni,
er ætlar í klaustur, verður að athuga, er í hvaða
reglu hann skuli ganga, og hver þeirra henti
andlegum þörfum hans bezt, því að allmikil
ólíkindi eru með hinum ýmsu reglum, og hent-