Saga - 1953, Qupperneq 70
414
áður en hann væri búinn að festa sig þar. Jafn-
vel þótt síra Arngrímur því hefði lent í Þykkva-
bæjarklaustri, liggja öll þessi rök til þess, að
hann geti ekki hafa verið barsmíðabróðir-
inn, og yfirhöfuð öll rök, sem sinnandi er.
(III) Það er rétt, sem greinarhöf. segir, að
biskupar hafi þurft leyfi páfa til þess að hafa
regluskipti í klaustri að tilefnislausu, en al-
mennt nægði ekki til þess leyfi erkibiskups,
nema hann hefði sérstakt umboð (facultas)
páfa til þess að veita það, en ekki er kunnugt,
að erkibiskupinn í Niðarósi hafi haft slíkt
urnboð. Slíkt leyfi var þó, þá sjaldan það fékkst,
aldrei veitt biskupi almennt, heldur aðeins
bundið við ákveðið klaustur.
Um Jón Sigurðarson er ekki fullkomlega víst,
hvort hann var Norðmaður eða Islendingur,
en frekar er þó líklegt, að hann hafi verið hið
síðarnefnda, því að það segir frá því í annál-
um, að bróðir Jón Sigurðarson hafi farið utan
1342, og enn fremur, að bróðir Jón nokkur
Sigurðarson hafi verið kosinn Skálholtsbiskup
og verið vígður 1343, og er naumast ástæða
til þess að efa, að allt sé sami maðurinn. Kom
hann hingað í septemberlok 1343. Gerum ráð
fyrir því, að Jón biskup hafi verið farinn af
landi burt áður en uppsteyturinn í Þykkvabæ
varð, og hefur hann þá að sjálfsögðu frétt af
honum, annaðhvort haustið 1342 eða vorið
1343. Átti hann þá að hafa brugðið við til að
fá sér páfaleyfi til þess að hafa regluskipti —
í Viðeyjarklaustri, en ekki Þykkvabæjar-
klaustri. Nú er að athuga, hvort þetta hefur
verið gerlegt. Á þeim dögum var að minnsta