Saga - 1953, Síða 71
415
kosti 3, ef ekki 4—5 mánaða ferð frá Noregi
til Avignon, þar sem páfinn þá var, eða til
Italíu, ef hann skyldi hafa verið þar á ferða-
lagi, og fóru því um 8—10 mánuðir í sjálfa
ferðina fram og aftur. Er hér miðað við, að
farið sé ríðandi, en þetta tók miklu lengri tíma,
ef farið var fótgangandi. Þegar segir frá því
í Guðmundarsögu Arngríms ábóta, að Guð-
mundur biskup hafi 1222 sent Ketil prest sinn
frá Þrándheimi til Rómar, og hann lagt í ferð-
ina skömmu eftir kyndilmessu, sem er 2.
febrúar, en verið kominn þangað fyrir skír-
dag, er það ár bar upp á 31. marz, eða verið
tæpa tvo mánuði á leiðinni, nær það naumast
nokkurri átt, og ekki heldur hitt, að hann hafi
. verið 27 daga á leiðinni frá Rómaborg til Rauð-
stokks. Hitt mun ekki of í lagt í þessari frá-
sögn, að presturinn fékk fyrst svar eftir tæp-
an hálfan annan mánuð, því að páfastóllinn
var mjög seinn í vöfum í þá daga og er enn
(BS. II, bls. 122—124). Það mun því óhætt að
segja, að aldrei hefði farið minni tími í að
rita á páfagarð og fá svar þaðan en upp undir
ár. Þegar af þeirri ástæðu má telja lítt hugs-
anlegt, að Jón biskup hafi getað aflað sér slíkra
heimilda af páfagarði, sem greinarhöf. vill
vera láta. En til þess að hlutast um mál þeirra
bræðra, sem brotlegir höfðu orðið við ábóta
sinn, þurfti hann ekkert leyfi frá neinum, því
að það var skylda hans ex officio. Þegar
greinarhöf. segir, að þeir Arngrímur hafi eftir
að fangavist þeirra var lokið snúið heim í
klaustur sitt, þá er því þar til að svara, að
eftir frásögnunum virðast þeir aldrei hafa