Saga - 1953, Síða 72
416
yfirgefið það. Þvert á móti yfirgaf Þorlákur
ábóti klaustrið og fór í heimsókn í bróður-
klaustrið í Viðey um sinn. Það segir hvergi,
að þeir hafi verið í fangelsi, heldur að þeir
hafi verið teknir til hirtingar (ad correc-
tionem), og þess er getið, í hverju hirtingin
hafi verið fólgin, því að bróðir Arngrímur var
settur í tájárn; mun þetta því hafa verði
pynding. Hitt segir einnig hvergi, að þeir bræð-
ur Eysteinn og Ásgrímur hafi verið fluttir
burt af Þykkvabæ til þess að taka út þessa
hegningu, heldur virðist beinlínis liggja í orða-
lagi frásagnarinnar, að hegningin hafi verið
lögð á heima í klaustrinu, enda var hún á lögð
til þess að kúga sökudólgana til hlýðni við
ábóta. Hugleiðingar greinarhöf. um nauðsyn-
ina á því að flytja sökudólgana í önnur klaust-
ur er því beinlínis í andstöðu við tilgang hegn-
ingarinnar, sem á þá var lögð, því að ef þeir
voru fluttir í önnur klaustur, voru þeir ein-
mitt búnir að fá það fram, er þeir vildu knýja
fram með uppsteyti sínum — að komast undan
valdi og stjórn Þorláks ábóta, — og þar með
var hegningin orðin út í hött. Að munkar hafi
stundum verið fluttir til á milli klaustra er
vafalaust, og þurfti þá leyfi páfa til, en slíkt
leyfi var alltaf bundið við einstakan munk, en
af mörgum sökum erfitt að fá. Það var því
venjulega haft svo, ef þurfti að flytja munka
í önnur klaustur sinnar reglu, að þeir voru
látnir fara þangað í heimsóknir, sem gátu
orðið alllangar, og gátu þeir með sama hætti
verið lengi á ferðalagi utan síns klausturs, en
þeir voru eftir sem áður menn þess og undir