Saga - 1953, Blaðsíða 76
420
ldaustrum af reglu heilags Augústini, að und-
anteknu því, er Þórir ábóti á Munkaþverá var
sviptur ábótadæmi 1316. Að vísu geta legið
margar vammlausar orsakir til þess, að ábóti
sé sviptur ábótadæmi, en það hefur þarna geng-
ið svo margt og margvíslegt á í kanúkaklaustr-
unum, að bersýnilegt er, að þar hefur eitthvað
verið nokkuð úr skorðum gengið. Þetta hefur að
sjálfsögðu orðið til þess, að lagzt hefur noklt-
urt óorð á þessi klaustur, svo að ungir áhuga-
og hugsjónamenn hér á landi, sem hafa viljað
gefa sig undir reglu, hafa frekar viljað forð-
ast þau, og því kann að vera, að kanúkastofn-
inn í einstöku þeirra hafi verið svo þorrinn, að
ekki hafi verið hægt að halda uppi munklífinu,
eða jafnvel þorrinn með öllu.
Til þess að halda uppi klaustri undir stjórn
ábóta þarf að minnsta kosti 12 munka eða
kanúka, en til þess að halda uppi príorsklaustri
þarf að minnsta kosti 6 munka, og verður
það að jafnaði ábótaklaustur jafnskjótt og
munkatölunni fjölgar, svo að komnir eru 12.
Séu munkarnir 3, mega þeir lifa í sambýli því,
sem kallað er collegium og margir kannast
við af máltækinu „tres faciunt collegium“,
sem tekið er úr Pandectae Justitianusar keis-
ara, en engin slík sambýli hafa klausturrétt-
indi. Þegar klaustur á þennan hátt er gengið
í sjálft sig og getur ekki rétt sig við með eðli-
legri aðsókn, er það auðvitað úr sögunni, en
þó fyrst, þegar það er orðið forstöðumanns-
laust, því að í valdi hans er tilvera klausturs-
ins fólgin. Þá liggja eignir þess umkomulausar
og eigandalausar, og þá er biskupinum ekki að-