Saga - 1953, Qupperneq 78
422
hlýtur því að vera annað tveggja, að kanúka-
stofn klaustursins í Viðey hefur eyðzt eða að
agi í klaustrinu hefur farið algerlega forgörð-
um, en það hefur veitt Jóni biskupi Sigurðar-
syni rétt til og gert honum að embættisskyldu
að ráðstafa Viðeyjarklaustri. Er þá að athuga,
hvort muni heldur hafa verið.
Einsog greinarhöf. bendir á í ritgerð sinni,
herma annálar á þessum áratugum mjög frá
losi í íslenzkum klaustrum, og, einsog hér
hefur verið bent á, sérstaklega í kanúkaklaustr-
um, en ekki fara þó neinar sögur af því, að
neitt hafi farið í ólestri í Viðeyjarklaustri,
að minnsta kosti ekki síðan ábótadæmi var
tekið af Andrési dreng 1325, sem þarf þó eng-
an veginn að hafa verið af því, að neitt hafi
farið aflaga í klaustrinu eða fyrir honum. Það
er því ekki heldur sennilegt, að ráðstafanir
Jóns biskups hafi verið sprottnar af slíku. Árið
1343, sama ár, sem biskup kemur til landsins,
deyr Helgi ábóti Sigurðarson í Viðey, en ekki
er kunnugt, hvenær árs það var. Áttu þá kapí-
tula- eða konventubræður að kjósa nýjan ábóta
innan þriggja mánaða, og giltu sömu reglur
um ábótakjör sem um biskupskjör. Ef kapítul-
inn eða konventan voru full eða sæmilega
mönnuð, máttu kjósendur fæstir vera þrír, en
ef svo margir voru ekki til, gátu tveir, og þótt
ekki væri nema einn kapítula- eða konventu-
bróðir kosið löglegri kosningu (sbr. þegar Loð-
inn, sem einn lifði kórsbræðra eftir svarta
dauða, kaus einn Ólaf ábóta í Niðarhólmi til
erkibiskups 1349, sjá Annála Storms VII og
IX við það ár). I Viðey virðist ekkert ábóta-