Saga - 1953, Qupperneq 79
423
kjör hafa farið fram eftir dauða Helga ábóta,
og geta naumast legið til þess aðrar ástæður
en þær, að mannauðn klaustursins hafi verið
slík, að enginn kapítulabróðir hafi verið eftir
á lífi, og lögleg kosning því ekki getað farið
fram. Þar með var vald yfir klaustrinu sjálf-
komið í hendur biskupi.
Það er ekki minnsti vafi á því, hvað biskupi,
þegar svo stóð á, fyrst og fremst bar að gera.
Honum bar að leita til annarra kanúkaklaustra
af reglu heilags Augustini (Helgafells, Þykkva-
bæjar, Möðruvalla) og reyna að fá þaðan full-
þjálfaða nýliða, sem voru ekki orðnir professi
og því enn ekki heitbundnir neinu ákveðnu
klaustri, til þess að manna Viðeyjarklaustur
aftur. Hitt er svo annað mál, hvort hann hefur
gert það, en hina sjálfsögðu skyldu til þess
má samt telja ríkar líkur fyrir því, að það hafi
verið gert. Ef svo er, er eitt af þrennu: að þar
hafi engir nýliðar verið, að þeir hafi verið svo
fáir, að ábótunum og príórnum hafi ekki þótt
óhætt að láta frá sér nýliða sína, upp á það,
að klaustur þeirra henti ekki sama og Við-
eyjarklaustur, þótt nýliðarnir væru frjálsir að
fara, eða að nýliðarnir sjálfir hafi ekki viljað
fara þangað, sem þeir urðu ekki skyldaðir til.
Nóg er um það, að biskupi hefur ekki tekizt
að ná svo mikið sem lægstu tölu manna, er
þurfti til þess að koma upp óverulegustu klaust-
ursambýlismynd í Viðey, það er að segja þrjá,
svo að þar væri collegium. Úr því var ekki
annað eðlilegra en að hann sneri sér í Bene-
diktsklaustrin (Þingeyrar, Munkaþverá) í sömu
erindum. Sú þjálfun, sem nýliðar fengu þar,