Saga - 1953, Síða 82
426
og þá hefði höf. ekki talað um, að æðri kirkju-
völd hefðu veitt undanþágu eða kirkjulögun-
um ekki verið fylgt.
(VIII) Ein aðalröksemd höf. fyrir því, að
kanúkarnir hafi verið vígðir undir Benedikts-
reglu, er sú, að varla hafi verið sú gróska í
íslenzku klaustralífi þá, að 6 menn hafi bund-
izt regluheiti á einum degi. Hvað getur hann
vitað, og hvað get ég vitað, og hvað er hægt
að vita um gróskuna almennt í íslenzku
klaustralífi, þegar það er einmitt einkenni
klaustranna, að þau loka að sér og sínum,. svo
að ógerningur er að vita, hvernig lífið er þar.
En munkavígslan 11. júlí 1344 sýnir einmitt,
að þessi gróska var þar þá.
Svona varð Arngrímur Benediktsmunkur,
að því er höf. heldur, og var þá ekki annað
eftir en að koma honum einhvern veginn á sinn
stað í Benediktsklaustrinu á Þingeyrum, en
það reynist höf. hægðarleikur.
Sama ár og munkavígslan fór fram, voru
bein hins góða Guðmundar biskups tekin upp
í annað sinn norður á Hólum. Fór Arngrímur
þá að boði biskupanna, einsog höf. orðar það,
til Þingeyra til þess að setja saman Guðmund-
ar sögu. Nú er Guðmundar saga Arngríms
sannanlega af innri rökum ekki samin eða full-
gerð fyrr en eftir 1351, að Amgrímur varð
ábóti. Það var ekki ráð, nema í tíma væri tekið,
en svo langt var þetta fram undan, að hæpið
er að setja söguritunina í samband við þennan
ímyndaða flutning Arngríms í Þingeyraklaust-
ur. Hitt væri sönnu nær að setja þennan svo
nefnda flutning hans í samband við Guðmund-