Saga - 1953, Blaðsíða 83
427
ar drápu Arngríms, er þeir Guðbrandur Vig-
fússon og Jón Sigurðsson setja réttilega, að
því er virðist, í samband við upptöku hins
góða Guðmundar, og telja hana orta árið eftir,
1345. Ártalið getur þó naumast verið rétt, því
að eigi að setja drápuna í samband við upp-
tökuna, þá er einsætt, að hún hafi verið ort
áður, og að það hafi átt að þylja hana við þá
athöfn; það er meðal annars ljóst af Guðmund-
ar sögu Arngríms, er ber nógan vott um það,
að Arngrímur hefur síðar aukið drápuna frá
því, sem í öndverðu var, og einsog hún hefur
geymzt okkur. Nú hefur upptaka beinanna,
sem stóðu ofan jarðar og í dómkirlcjunni á
Hólum, að líkindum farið fram á Gvöndardag,
sem er 16. marz, en þó aldrei síðar en um sum-
arið, og hefur Arngrímur því orðið að yrkja
drápuna í síðasta lagi fyrri part árs 1344, en
að líkindum fyrr. Hefði því ekki síður verið
þörf á, að búið væri að ná Arngrími til Þing-
eyra til þess að yrkja drápuna fyrir upptök-
una 1344, en til þess að Ijúka við söguna eftir
1351. Hefði hann þá, ef flutningur hans væri
ekki eintómur hugarburður, í síðasta lagi orðið
að vera kominn norður 1343, sama árið og hann
einhvern tíma eftir 21. september átti að hafa
verið hafður í tájárnum í Þykkvabæ í Veri.
Er hægt að hugsa sér, að kanúkareglan, sem
síra Arngrímur, ef hann hafði leitað upptöku í
hana, hefur ekki getað verið orðinn fastamaður
í fyrr en 1345, hefði ekki tafarlaust vísað hon-
um burt, ef hann hefði gerzt sekur um það,
sem Arngrímur í Þykkvabæ hafði gerzt sekur
um, einsog hún hafði tvíllausan rétt til, úr því