Saga - 1953, Side 85
429
prestar sig til biskupsdæmis síns á sama hátt
og munkarnir til klausturs síns, sbr. „prestar
IIólabiskupsdæmis“, „prestar Skálholtsbiskups-
dæmis“ á eftir nöfnum presta í dómum og
vitnisburðum frá því fyrir siðaskiptin. Gat
prestur ekki yfirgefið biskupsdæmi það, sem
hann var vígður til, nema með samþykki bisk-
ups síns (excardinatio), en það fékkst því að-
eins, að annar preláti,, þ. e. biskup eða ábóti
eða ígildi slíkra, vildi innlima hann hjá sér
(incardinatio) og skuldbinda sig til þess að sjá
honum fyrir framfæri. Síra Arngrímur hefur
því samtímis verið excardineraður í Skálholts-
biskupsdæmi og incardineraður í Þingeyra-
klaustur.
Hér verður að geta þess, að hinn ágæti réttar-
sögufræðingur Konrad v. Maurer er þeirrar
skoðunar, að síra Arngrímur í Odda og Arn-
grímur ábóti séu ekki einn og sami maður,
sem enginn annar hefur efað. Röksemdir hans
fyrir þessum efa eru þær, að honum finnst
hinn meinlausi síra Arngrímur, sem í stað þess
að cinna Möðruvallamálum hafði gefið sig að
organlist, geti ekki verið sami maður og hinn
„illa ræmdi ábóti“. Þá þykir honum og ólík-
legt, að prestur, sem hafi haft jafnágætt brauð
og Odda, skuli hafa gefið sig í það að verða
bróðir á Þingeyrum og síðan lenda í þeim end-
emum í ábótastétt, er sumir annálar herma.
Hvorutveggju þessu er því til að svara, að
hinn annars gerhuguli fræðimaður Maurer hef-
ur látið ummæli sumra annála um þessi efni
blekkja sig, svo að hann hefur ekki litazt nægi-
lega um til þess að sjá, hvernig þarna var í