Saga - 1953, Page 86
430
pottinn búið, og að ekki var allt einsog annál-
arnir sýndu, svo sem að verður vikið síðar.
Sú ástæða, að maður, sem hafði jafngott brauð
og Oddi, gæti naumast gerzt munkur, sýnir
það eitt, að Maurer þrátt fyrir hinn djúpa
lærdóm sinn hefur ekki haft skilyrði til þess
að skilja svo nefndan asketiskan hugsunar-
hátt, en hann er eins alla daga, og gat vel knúið
mann einmitt með listrænan hugsunarhátt úr
feitu brauði í fátækt munkdómsins (Maurer:
Der Elisabeth von Schönau Visionen nach
einer islándischen Quelle, bls. 412). Hins vegar
er Maurer mér alveg sammála um það, að það
verði að vísa algerlega á bug þeirri staðhæf-
ingu, að bróðir Arngrímur í Þykkvabæ og Arn-
grímur ábóti séu sami maður, og færir til sömu
rök og ég: að Arngrímur í Þykkvabæ var
kanúki af reglu heilags Augústíni, en Arn-
grímur ábóti Benediktsmunkur (Maurer: Der
Elisabeth von Schönau Visionen, bls. 411).
(IX) Þá er að snúa sér að því, þegar Arn-
grímur ábóti komst í ósætti við klerkdóminn
nyrðra. Til þess að skilja, hvað fram fór í raun
og veru, þarf að athuga umhverfið nokkuð.
1354 fór Ormur Hólabiskup Ásláksson utan,
og er mjög sennilegt, að hann hafi þá verið
veikur og búizt við dauða sínum. Hafði Arn-
grímur ábóti verið officialis hans síðan að
minnsta kosti 10. júní 1351, en var þá ekki
vígður, heldur aðeins kosinn ábóti (electus),
sem sést á því, að hann er í þessu skjali kall-
aður herra Arngrímur Hólakirkju officialis,
en ekki ábóti, enda var hann fyrst vígður ná-
kvæmlega 2 mánuðum seinna. Hefur hann því