Saga - 1953, Side 87
431
verið officialis óslitið þar til hann lagði niður
officialisdóm 1357. Þegar Ormur biskup kom
til Noregs, virðist svo sem hann hafi þegar
farið að hugsa fyrir eftirmanni sínum á Hóla-
stóli. Hefur hann þá borið niður á Jóni Garða-
biskupi Eiríkssyni, sem um þessar mundir sat
aðgerðalaus í Noregi vegna þess, að hann komst
ekki til stóls síns, og því væntanlega hefur verið
í stökustu peningavandræðum. Verður því að
segja, að þessi ráðstöfun hafi síður en svo ver-
ið óskynsamleg. Þó virðist hún ekki hafa mælzt
vel fyrir á Islandi, og sjáanlega frétzt þangað
strax.
Þá var prestur einn nyrðra, síra Þorsteinn
Hallsson, sem ókunnugt er, hvar hefur setið,
en hefur að líkindum verið í Eyjafirði og ber-
sýnilega í fremstu presta röð, eða að minnsta
kosti í miklu áliti meðal presta. Hefur hann
augsýnilega hugsað sér til biskupsdóms og
nyrðra verið talinn rétt kjörinn biskup, eftir að
Ormur biskup dó 1. nóv. 1356 (Annálar Storms,
VI við það ár).
Fór Jón biskup Eiríksson suður til Avignon
á páfafund 1357 til þess að fá páfastaðfest-
ingu á Hólabiskupsdómi sínum, en fékk aðeins
það svar þar, að erkibiskup skyldi kjósa hent-
ugan mann til eftirmanns Orms biskups, og
kaus erkibiskup Jón. Einmitt sama árið sem
Jón fór suður er það, sem samblástur verður
nyrðra gegn Amgrími ábóta, og ef athugaðar
eru frásagnir af samblæstrinum, reynist sami
greinilegi stígandi í þeim og í frásögnunum af
nunnunni í Kirkjubæ og uppsteytnum í Þykkva-
bæ. Við skulum nú athuga þennan stíganda