Saga - 1953, Qupperneq 88
432
frásagnarinnar og sjá, hvort nokkuð megi af
honum læra.
Við árið 1358 (ranglega fyrir 1357) segir í
annálsbrotinu frá Skálholti: „Síra Þorsteinn
Hallsson tók officialatum á prestastefnu í
Skagafirði, en Arngrímur aflagði“. Eftir þess-
ari frásögn virðist allt hafa farið þarna fram
með spekt og eðlilegum hætti. Það var sjálf-
sagt, að Arngrímur legði þegar niður offi-
cialisembættið, er Ormur biskup var látinn,
því að vald officiala var persónulegt vald
biskups þeim veitt af honum, og hlaut það því
að enda með honum, enda mæla kirkjulög svo
fyrir. Átti prestastefnan því að tilnefna nýjan
officialis og tilnefndi síra Þorstein Hallsson;
sést af því, að meiri hluti presta hefur ekki
viljað Arngrím ábóta, sem beinast hefði þó
legið við að kjósa. í sama annál segir við sama
ár frá komu vísitoranna, bróður Eysteins og
síra Eyjólfs, og er þess þá alls ekki getið, að þeir
hafi haft nein afskipti af málum Amgríms
ábóta, enda minnist annállinn ekki á neinar
sakir á hendur honum, og ekki heldur á það, að
hann hafi verið settur af ábótadæmi, en ef svo
hefði verið, hefði það orðið að vera gert af
síra Þorsteini, eftir að hann varð officialis.
Hitt segir annállinn aftur á móti, að Eyfirð-
ingar hafi ekki tekið við vísitatorunum. Árið
eftir segir sami annáll, að síra Þorsteinn hafi
gefið upp officialatus, „því að það var orð-
fleytt bæði í Noregi og á Islandi, að hann væri
löglegur Hólabiskup“. Þá segir þar frá því við
árið 1361, að prestar og leikmenn í Eyjafirði
hafi undir forustu síra Þorsteins Hallssonar