Saga - 1953, Síða 91
435
fylgisins við Jón biskup, hafi þótzt þurfa að
afsaka það með einhverju og því borið hann
rógi, og væntanlega þá verið búnir að því fyrir
prestastefnuna svo vendilega, að úr róginum
hafi þegar verið orðinn almannarómur. Ekki
gerir síra Einar Hafliðason mikið úr þessum
áburði, en segir, að Arngrímur hafi sjálfur
gefið upp ábótadæmið og svarið sig í predikara-
klaustur. Eftir þessum bókum hafa Arngrími
fundizt ákærurnar svo þungar á metunum, að
honum hefur þótt rétt að fara ekki með klaust-
urstjóm, meðan verið var að rannsaka málið,
og lýsa því yfir, að hann mundi, ef málið félli
á hann, gefa sig í predikaralifnað. Þau reglu-
skipti gat hann haft án páfaleyfis, vegna þess
að predikarareglan var svo miklu harðari en
Benediktsreglan; til þess þurfti hann þó leyfi
frá magister provincialis predikarareglunnar
í þeirri provincia, er nefnd var Dacia og náði
um Danmörku, Noreg og Svíþjóð. Eru þess
dæmi, að íslenzkir Benediktsmunkar hafi undir
svipuðum kringumstæðum gengið í þessa reglu,
þar sem var Árni Laurentiusson biskups Kálfs-
sonar.
Þegar vísitatorarnir, bróðir Eysteinn og síra
Eyjólfur Brandsson, komu, voru þéir með dóms-
valdi, og mál sem þetta átti að koma undir úr-
skurð þeirra. Þeir hafa að sjálfsögðu ex offieio
tekið málið fyrir vegna síendurtekinna kæra
(clamosa insinuatio), eða ef til vill þó aðeins
vegna almanna róms (publica fama), því að
ekki er víst, að þeir, sem lostið höfðu upp þess-
um áburði, hafi verið nægilega djarfir til þess
að koma opinberlega fram með kæru sína. Þá