Saga - 1953, Blaðsíða 93
437
þeir geta ekki dulið það bak við hlutlaust orða-
lag. Greinarhöf. er ekki heldur sem bezt ánægð-
ur. Hann heldur bersýnilega, að hinn gamli
sökunautur Arngríms, sem hann komst í
klandrið með í Þykkvabæ að dómi höf., Ey-
steinn Ásgrímsson, hafi nú látið Ásgrím njóta
samsektarinnar og misbeitt því erkibiskuplega
valdi, sem hann hafði, til þess að láta rétta
sök gegn Arngrími falla niður. Segjum svo, að
allt þetta væri satt,, og að Eysteinn hefði viljað
hlífa Arngrími við réttmætri hegningu, en
hvernig var þá með síra Eyjólf kórsbróður?
Ekki hafði hann lent í klandrinu í Þykkvabæ,
og hvað ætti honum að ganga til þess að brjóta
lög Amgrími í vil, þegar andstæðingar hans
voru líka klerkar. Allar líkur virðast benda
til þess, að Arngrímur hafi ekki gerzt sekur
um nein afbrot, en hafi hins vegar verið ákaf-
ur áhangandi Jóns Hólabiskups og á þann hátt
orðið síra Þorsteini Hallssyni og fylgifiskum
hans svo óþægur ljár í þúfu, að þeim hafi þótt
hentast að víkja honum úr vegi með svo öfl-
ugum rógi, að dygði um sinn, aðferð sem al-
kunnug er enn þann dag í dag, líka hér á landi.
Þegar rógurinn svo kom fyrir augu óhlutdrægra
manna, þá hrundi hann allur saman einsog
spilaborg. Svona sýnist þetta vel að gáð vera.
1 þessu sambandi er vert að athuga það,
hvernig greinarhöf. vill gera það líklegt, að
Arngrímur hafi átt að geta undið sér úr Bene-
diktsreglunni í predikaralifnað á grundvelli
þess, að hann hafi, að dómi greinarhöfundar,
í rauninni með því alls ekki verið að ganga í
aðra reglu. Það á að vera vegna þess, að Dómi-