Saga - 1953, Side 94
438
nikusarreglan hafi verið grein af Augústínusar-
reglunni, og hafi predikarabræður játast undir
Dóminikusaregluna.
Um þessar mundir voru til þrjár tegundir
reglulifnaðar, algerlega clíkar og algerlega
óskyldar, og vill svo til, að þessar þrjár reglur,
sem greinarhöf. hér fjallar um, eru hver af
sinni reglutegund. Þessar reglulifnaðarteg-
undir eru: kanúkalifnaður, munklífi og men-
dikantalifnaður, en þeir, sem hann aðhylttust,
voru kallaðir mendicantes—betlendur, og í dag-
legu tali íslenzku, en ranglega, kallaðir betli-
munkar —, og reglurnar í þessum hópi voru
ýmist munkareglur — ordines monachorum —
eða klerkareglur — ordines clericorum —. Svo
var einmitt um predikararegluna, sem hafði
mendicanta lifnað, að hún var ekki munka-
regla, heldur klerkaregla, sem ljósast er af því,
að hún þurfti ekki að halda stabilitas loci, en
það er höfuðeinkenni munkareglnanna. Þegar
greinarhöf. talar um Dóminikusaregluna, regl-
una eftir heilagan Dóminikus, þá er hún ekki
til; hann samdi aldrei neina reglu. Um þessar
mundir voru til þrjár reglur — regluskipanir
— um daglegt líf og hátterni þeirra manna,
sem lifðu í kristilegu sambýli — munklífi,
einsog við nú á dögum mundum ranglega kalla
það —, regla, sem kennd er við heilagan
Augústínus, regla heilags Benedikts og regla
heilags Basilíusar. Um þessar mundir héldu
öll kristileg sambýli og sambýlisfélög einhverja
af þessum grundvallarreglum um daglegt líf-
erni sinna manna. Drógu þau því og nafn sitt
af hinni föstu reglu, og voru nefnd reglur.