Saga - 1953, Síða 96
440
að „skaphöfn hans hafi ekki verið úr hreinu
stáli, og brestimir hafa svikið“, sem ekki er
vel hönduglega orðað, því að væntanlega er
átt við, að skaphöfnin hafi svikið um brestina,
en svo sýnist sem Arngrímur, skapferli hans
og hátterni hafi allt verið með eðlilegum hætti.
Þá segir höf. enn fremur: „Auðvitað hefur
Arngrímur verið gæddur miklum mannkost-
um, svo sem saga hans sýnir“, og stendur
þetta ekki sem allra bezt af sér við sögu Arn-
gríms, einsog höf. segir hana, því að þar bólar
hvergi á mannkostum,. en allsstaðar á brest-
um. Þá segir höf., að „mannkostirnir", sem frá-
sögn hans ekki sýnir í fari Arngríms, ásamt
lærdómi hans, latínukunnáttu og skáldæð, hafi
„hjálpað honum upp tröppur mannfélagsstig-
ans, þótt hann misstigi sig stundum", rétt
einsog hafi verið um bróður Eystein. En til
þess að slíkar kenningar haldi, þarf rök, en
ekki hugleiðingar, og að minnsta kosti líkur, en
ekki hugarburð. Rök eða líkur hefur höf. þó
ekki á boðstólum.
Saga Arngríms er helzta gagn greinarhöf.
fyrir þeirri kenningu, að Eysteinn bróðir í
Þykkvabæ og Eysteinn Ásgrímsson kanúki í
Helgisetri hafi verið einn og sami maður. Það
er því í sjálfu sér þarfleysa að fara að rekja
það, sem vitað er um þessa Eysteina báða, eða
þennan mann, ef það er einn maður, heldur
verður að nægja að fylgja röksemdaleiðslu
greinarhöf. um æviatriði þessara manna eða
þessa manns og út frá henni, og því, hvernig
höf. fer að tengja saman hina sundurleitu
ævistúfa, að athuga, hvernig tekizt hefur.