Saga - 1953, Side 97
441
Á bls. 87 segir höf., að Eysteinn hafi, eftir
að hann lenti í klandrinu í Þykkvabæ, verið
látinn fara í Helgafellsklaustur, „einsog fornir
sagnaritarar segja“, en á bls. 88 segir hann
frá hinu sama og bætir við: „en engin forn
heimild er nú til um það“. Svona mótsagnir
bera ekki vott um það, að höf. hafi unnið verk
sitt af sérstakri natni eða verið með hugann
við það. Hver er svo elzta heimildin fyrir
þessu? Það er handrit frá um 1700, sem
hefur að geyma ómerkilegan útdrátt úr Bisk-
upaannálum síra Jóns Egilssonar (AM. 408a).
Er þar fellt úr fjölda margt, en sumu bætt inn,
svo sem í leiðréttingar skyni. Segir þar meðal
annars um Eystein, þann, er síra Jón Egils-
son segir hafa verið Þykkvabæjarmunk og
hafa lent í deilum við Gyrð biskup: „Sá Ey-
steinn var Þorsteinsson, monachus ordinis
Franciscani, kórsbróður (svo) úr Niðarósi"
(Safn I, bls. 33), og bætir Jón Sigurðsson við:
„en þetta er án efa rangt, eins og hitt, sem
þar er, að láta Eystein vera bróður í Helga-
felli“ (ibid.). Hvorugur þekkir þessa Helgafells-
vist, síra Jón Egilsson (ibid.) né síra Jón Hall-
dórsson í biskupasögum sínum. Það er fyrst
Finnur biskup, sem festir þessa Helgafells-
vist Eysteins í kirkjusögu sinni (I, 587).
Þá segir greinarhöf., að Eysteinn hafi farið
í Helgafellsklaustur, „þegar Skálholtsbiskup
sleppti honum úr haldi sama ár og hann var
tekinn“, en einsog þegar hefur verið tekið fram,
eru sáralitlar líkur á því, að þeir Þykkvabæjar-
munkarnir hafi nokkurn tíma í haldi verið.
Þegar bróðir Eysteinn, að því er Gottskálks-