Saga - 1953, Qupperneq 98
442
annáll hermir, er skipaður officialis 1349,
hyggst greinarhöf. að brúa hyldýpið, sem er
milli hinnar fyrri og síðari ævi Eysteins, ef
Þykkvabæjarmunkurinn og bróðir Eysteinn í
Helgisetri eru sami maður, með margháttuðum
skraddaraþönkum, öllum af þessari gerð:
„Þetta má þykja skjót upphefð, en þó ekki
dæmalaus, ef saga Arngríms er höfð til hlið-
sjónar“. Ef hún er höfð til hliðsjónar, einsog
höfundurinn býr hana til, þá mætti þetta til
sanns vegar færast, en hún fær, einsog sýnt
hefur verið, ekki staðizt. En segjum svo, að
ævi Arngríms væri rétt hjá höf., fyndist hon-
um þá ekki slík ævintýr fara að gerast nokk-
uð oft.
í sambandi við frásöguna um, að Eysteinn
hafi orðið officialis 1349, segir höf.: „Enn
fremur segir ekki, að Eysteinn hafi komið út,
og bendir það til, að hann hafi verið hérlend-
is“. Það er nú svo, því að hæpið er að álykta
af heimildaþögn (e silentio fontium), og hef-
ur sumum mönnum á síðari árum orðið illa
hált á því. Hitt getur nefnilega hæglega verið,
að svo alkunnugt hafi verið í samtíðinni, að
bróðir Eysteinn sat erlendis og var þar, að
ekki hafi þurft að taka það fram, að hann hafi
komið hingað; höf. verður að muna þá stað-
reynd, að annálar eru fjarri því að vera ná-
kvæmir, og að þeir eru harla duttlungafullir
um það, frá hverju þeir segja, og þá ekki alltaf
að hugsa um að halda réttu samhengi í frá-
sögninni.
Höf. segir rétt frá því, að Eysteinn sé nefnd-
ur, og það fyrstur, í tveim máldagagerðum