Saga - 1953, Qupperneq 100
444
aldrei fréttir. Svo bætir höf. við: „en ekki er
vitað, hverjar ástæður hafa legið til þess“.
Er þetta furðuleg staðhæfing, eftir að höf. hefur
margsinnis fullyrt, að brýn nauðsyn hefði
borið til að koma Eysteini í annað klaustur
eftir hneylcslið í Þykkvabæ. Samt ætlar höf.
að kenna erkibiskupi um þetta. Telur höf. hann
hafa ætlað að láta vísitera ísland og verið feg-
inn að festa hendur á manni, sem hafði verið
þar officialis, en gleymir jafnframt að taka
það fram, að þessi maður, að hans eigin dómi,
hafi verið hneykslis- og barsmíðabróðir austan
úr Álftaveri. „Er trúlegt, að erkibiskup hafi
komið Eysteini í Helgisetursklaustur, þar til
förin (þ. e. vísitasíuförin) skyldi farin“. Hefur
Eysteinn eftir þessu, ef svo mætti segja, átt
að vera þar í salti. Auðvitað gat erkibiskup
hvorki komið neinum manni í neitt klaustur
né heldur skipað neinum manni að fara í neitt
klaustur, svo að þetta eru alveg staðlausir
stafir. I þessu sambandi segir höf.: „Það var
ekki einsdæmi, að íslendingar settust í klaust-
ur í Helgisetri. Svo var t. d. um Ingimund
Skútuson, kanóka í Möðruvallaklaustri, að hann
var bróðir í Helgisetri undir reglu heilags
Augústínusar“. Þetta er auðvitað alveg satt,
en svo bætir höf. við: „Raunar lá klausturhald
þá niðri á Möðruvöllum, og rak Ingimundur
erindi klaustursins fyrir erkibiskupi", og sýnir
þar með, að þetta dæmi er blindónýtt, því að
Ingimundur var á gistivist í Helgisetri, meðan
á málaferlunum stóð. Skilur höf. þetta eftir
þessum bókum sjálfur rétt, en áræðir samt að
nota þetta sem algilt dæmi þess, að menn hafi