Saga - 1953, Side 101
445
flutzt úr íslenzkum klaustrum í Helgisetur.
Þetta er algerlega óheimilt, enda er ekki til
neitt dæmi þess.
Þá segir höf. frá því, að það hafi verið eitt
hið fyrsta embættisberk vísitoranna, eftir
að þeir komu til íslands, að skipa Arngrím
aftur ábóta á Þingeyrum. Svo bætir hann við:
„Er það lítt skiljanlegt, svo þungar sakir sem
lágu til brottvikningar hans, nema því aðeins,
að Eysteinn hafi verið hinn forni afbrotabróð-
ir Arngríms". Er í þessu sambandi fyrst að
nefna, að afbrotabróðir, sem höf. kallar, heitir
sökunautur á íslenzku. Þá er hitt, að höf. stað-
hæfir, að þungar sakir hafi legið til brott-
vikningar Arngríms. Ég verð að viðurkenna,
að ég hef ekki hugmynd um, hvaða sakir lágu
til „brottvikningar“ Arngríms, og skil ekki,
hvaðan höf. ætti að vita það, en því segir hann
ekki frá því, hverjar þær eru, úr því að hann
veit það? Það kæmi sér vel. Annálar, sem frá
þessum ásökunum herma, kunna ekki annað að
segja en að hann hafi verið borinn ljótum eða
ljótustum sökum. Lakast er það, að höf. virðist
vera alveg óskiljanlegt, að sitthvað sé að vera
borinn sökum og að vera sekur. Hann lætur
sér, að því er virðist, alls ekki detta þann
möguleika í hug, að áburðurinn á Arngrím hafi
getað verið rangur, og að vísitorarnir hafi
sýknað hann réttilega, en sá skilningur virðist
þó liggja beinast við. Ef iðrun sú, sem höf.
telur, að Eysteinn hafi borið í brjósti vegna
athafna sinna í Þykkvabæ, hefði verið ein-
hvers virði, ætti slíkt afbrot ekki að hafa hent
hann, að gera Arngrím illa brotlegan að ábóta