Saga - 1953, Qupperneq 102
446
aftur. 1 heild sinni er vafasamt að ganga að
því vísu, að á þessum tímum hafi allt verið
með óheilindum, því að þeir voru að sínu leyti
í þeim efnum ekki lakari en vorir dagar, sem
að vísu er kvartað nóg undan.
Þá segir höf. í þessu sambandi: „Og hér
má muna eftir því, að Arngrímur hafði heitið
að ganga í klaustur í Björgvin, og má líklegt
þykja, að hann hafi haft í huga hinn mikla
frama Eysteins og viljað feta í fótspor hans“.
Eftir þessu ætti það að hafa verið hinn vissi
vegur til kirkjulegs frama að hafa misstigið
sig, ekki einu sinni, heldur tvisvar
Ef þetta er annað en mas hjá höf. og hann
trúir þessu raunverulega, þá getur þessi mynd
af kirkjunni, sem setzt hefur í hann, ekki verið
annað en eftirlegukind frá siðabyltingar tíman-
um, gömul lúthersk áróðursmynd af kaþólsku
kirkjunni, og ég þori ekki að fortaka, að þetta
sé svo, því að ég hef orðið þess greinilega var,
að sú mynd er til hér á landi og hefur meira
að segja verið brugðið upp á prenti af mjög
sæmilegum höf. allra síðustu tíma. Ég neyðist
til þess að játa það, að ég hef í kaþólskum lönd-
um rekizt á sviðað afskræmdar myndir af
lútherskum sið og hans mönnum, og þær eru
einmitt áróðursmyndir frá siðabyltingar tíman-
um og auðvitað jafnrangar og hinar, en þær
hef ég aðeins orðið var við hjá ótíndasta al-
múga, en aldrei hjá menntuðum mönnum. En
að því er til Arngríms kemur, hefur það aldrei
getað verið gert til þess að komast til kirkju-
legra metorða, að hann hafði svarizt undir
predikarareglu, ef hann hefur nokkurn tíma