Saga - 1953, Page 105
449
vill því reyna að sýna, að allt hafi þetta samt
verið eðlilegt, einsog á stóð. Hann segir því:
„hafa þetta öðrum þræði verið óstöðugir og
stormasamir tímar“, og „að jafnaði verða
siðir þá ekki eins strangir og ella og ekki um
það fengizt, þótt lögum sé ekki hlýtt út í æsar“.
Það má nú segja, að ef allt væri satt, sem höf.
heldur fram, hefði lögunum ekki verið hlýtt
„út í æsar“, því að þá hefðu bókstaflega öll
ákvæði kirkjulaganna, er að þessu vita, verið
svo gaumgæfilega hjólbrotin, að þar stæði ekki
steinn yfir steini. Og ef svo hefði verið, hvern-
ig mundi það standa af sér við þá kæru, sem
að staðaldri dynur á kaþólsku kirkjunni á þess-
um tímum, hvort sem er með réttu eða röngu,
að hún með einstrengingslegum eftirgangi eftir
því, að kirkjulögin væru haldin eftir orðanna
ströngustu hljóðan, hafi stóríþyngt öllum?
Þá er loks komið að tilefninu til þessarar
greinar höf., „en það er að færa mönnum heim
sanninn um það, að Lilja sé sprottin af meiði
hins misgóða bróður Eysteins“. Hann á þar við
það, að Eysteinarnir báðir séu einn maður, en
tveir á honum fletirnir og ólíkir, ribaldaflötur-
inn, sem hann hefur uppi í Þykkvabæ, og flötur
hins ágæta preláta, sem upp veit eftir að hann
kom í Helgisetur. Við skulum til hægðarauka
skipta þessum eina bróður Eysteini höfundar-
ins í tvo, Þykkvabæjarbróðurinn og Helgiset-
ursbróðurinn, og síðan athuga, hvað við vitum
um höf. Lilju af kvæðinu sjálfu, sem greinar-
höf. þó telur, að sé ekkert, og loks athuga, hvað
við vitum um bróður Eystein í Þykkvabæ, og
hvað við vitum ekki um hann.
Saga. 29