Saga - 1953, Síða 106
450
Efni Lilju og atriði sýna það glögglega, að
höf. er lærður maður á guðfræði, eftir því sem
í þá daga gerðist. Hann sækir fjölmargt í er-
lend rit — kirkjufeðranna og annarra —, hann
er mjög kunnugur heilagri ritningu og texta
kirkjusiðanna, og hann virðist kunna latínu
vel. Það virðist af þessu með nokkurn veginn
öruggri vissu mega ráða, að hann hafi verið
prestur. Þá koma á nokkrum stöðum fyrir
norsk orð og orðmyndir, t. d. „glóar“ í 33.
erindi og „past“ í 89. erindi, en það bendir
ekki aðeins til þess„ að höf. hafi kunnað til
norskrar tungu, heldur beinlínis til þess, að
hún hafi verið honum töm, en svo hlýtur auð-
vitað að hafa verið um bróður Eystein í Helgi-
setri. Allt þetta er ekki lítil vitneskja.
Hvað vitum við hinsvegar um bróður Ey-
stein í Veri? Við vitum það eitt, að hann var
„bróðir“, og jafnframt það, að hann muni
ekki hafa verið nýliði, heldur heitbundinn
bróðir, því að annars mundi honum, auk hegn-
ingarinnar fyrir barsmíðina á ábótanum,
vafalaust hafa verið vísað úr klaustrinu og
reglunni. — Og hvað af því, sem máli skipt-
ir í þessu sambandi, vitum við ekki? Við vitum
ekki, hverskonar „bróðir“ hann var, hvort hann
var prestur — slíkir klaustramenn voru nefnd-
ir messubræður (D. I. V, bls. 189—90) — eða
klerkur og því klerklærður og væntanlega pro-
fessus og konventubróðir, eða hvort hann var
leikbróðir. Svo voru nefndir reglubræður þeir,
sem engan lærdóm höfðu, en höfðu þó fyrir
Guðs sakir gefið sig í klaustur til þess að þjóna
honum þar sér til sálubótar. Þeir voru á latínu