Saga - 1953, Qupperneq 108
452
urmessu (missa conventualis). Hin daglegu
störf þeirra voru allskonar heimilisstörf —
matreiðsla, ræsting, þvottar o. s. frv., og um-
fram allt landbúnaðarstörf, því að hvert klaust-
ur rak svo að segja undantekningarlaust land-
búnað; þeir gengu og um beina og önnuðust
aðdrætti. Leikbræðurnir voru því í rauninni
vinnumenn klaustursins og að öllu leyti skör
lægri en aðrir klausturbræður, sem meðal ann-
ars kom fram í því, að þeir mötuðust ekki með
þeim og höfðu svefnloft sér, og lifðu yfirhöfuð
utan hins eiginlega klausturs, en voru þó innan
klausturveggjanna; leikbræður gengu og nokk-
uð öðruvísi til fara en konventubræður. Það
liggur í augum uppi, að þeir voru yfirleitt
ómenntaðir menn, enda þótt fyrir gæti komið,
að þeir hefðu menntun, og hana mikla. Til-
gangurinn með því að tengja leikbræður við
klaustrin var sá, að firra messubræður svo
fullkomlega veraldarstörfum, að þeir gætu
eingöngu gefið sig við hinum andlegu iðkun-
um. Leikbræðurnir reyndust mjög misjafnlega,
og kom jafnvel fyrir, að þeir misþyrmdu messu-
bræðrum í klaustrunum (Friedrich Ludwig
Georg v. Raumer: Geschichte der Hohenstau-
fen und ihrer Zeit,, 5. útg. Berlin 1878, VI. bls.
369). Til voru ákvæði um það, hve margir
skyldu vera leikbræður í hverju klaustri, og
voru þau nokkuð misjöfn, allt frá því að talan
skyldi vera jöfn tölu messubræðra upp í það
að vera helmingi hærri (Innocentius páfi III-
1198—1216). Þar eð Þykkvabæjarklaustur var
ábótaklaustur, áttu að jafnaði að vera í því 12