Saga - 1953, Blaðsíða 109
453
messubræður. Svo reynist og hafa verið, er
plágan mikla gekk yfir 1402—1405, því að svo
segir í Nýja annál við árið 1403: „Obitus herra
Runólfs af Þykkvabæ og 6 bræðra, en aðrir 6
lifðu eftir“. Hér hlýtur að vera átt við kon-
ventubræður, og hafa því að minnsta kosti
verið þar 12 leikbræður. Verður og að ætla, að
svipuð hafi verið mannhöfn klaustursins um
1342, og ættu því að minnsta kosti að vera 50%
líkur fyrir því, að Eysteinn bróðir í Veri hafi
verið leikbróðir. Hafi bróðir Eysteinn verið
leikbróðir, sem allmiklar líkur eru til, þá eru
svo að kalla engar líkur á því, að hann geti
verið höf. Lilju, því að hann hefur þá skort
alla þá þekkingu,. sem Lilja sjálf ber með sér,
að höfundur hennar hefur átt yfir að ráða.
Hins vegar er naumast vafi á því, að alla þá
þekkingu hafi Eysteinn bróðir í Helgisetri haft
yfir að ráða. Þegar af þeirri ástæðu eru meiri
líkur til þess, að það sé Helgisetursbróðirinn,
sem er höfundur Lilju.
Það er allútbreidd venja hér í landi, að ef
fræðimönnum ekki hugnast að einhverju, sem
hér á að hafa verið lögum samkvæmt, segja
þeir: „Já, en það var bara ekki farið eftir lög-
unum“. Við þá staðhæfingu er svo látið sitja
sönnunarlaust, enda þótt sönnunarbyrðin hvíli
í hvert einstakt skipti á herðum þeirra, sem
telja ekki hafa verið að lögum farið, því að
lögin sjálf eru beinhörð sönnun þess, að eftir
þeim hafi verið farið, nema annað sannist.
Það kynnu því að vera einhverir, sem vildu
segja, að hér hefðu, þrátt fyrir lögin,. engir
L