Saga - 1953, Page 110
454
leikbræður — eða leiksystur — verið, sem sjá
mætti af því, að þeirra væri aldrei getið í ís-
lenzkum heimildum.
Það er rétt, að slíks klausturfólks er aldrei
beinlínis getið í íslenzkum heimildum, því að
ég tel það ekki, þótt nefnt sé slíkt fólk í sálu-
gjafabréfi Torfa riddara Arasonar, þar sem
hann kýs sér leg í klausturkirkjunni í Munka-
lífsklaustri í Björgvin, og gefur „öllum messu-
bræðrum (þar) einn bláan stakk og brúna
kápu með silfurspennum og leikbræðrum 20
álnir, en smábræðrum (með því mun annað-
hvort vera átt við nýliða eða conversi í þrengri
merkingu) 6 álnir vaðmáls" (D. I. V, nr. 175),
þar eð þetta á við Noreg. Hins vegar segir í
Nýja annál við árið 1403 um Kirkjubæjar-
klaustur: „Eyddi staðinn þrjá tíma að mann-
fólki, svo að um síðir mjólkuðu systumar kúfén-
aðinn, þær er til voru, og kunnu flestallar lítið
til, sem ván var, er slíkan starfa höfðu aldrei
fyrri haft“. Af þessu er auðséð, að þarna hafa
verið leiksystur, en að þær hafa verið látnar,
og eins hitt, að þetta klaustur og væntanlega
Reynistaðarklaustur líka hafa verið heldri
kvenna klaustur. Einna greinilegast verður þó
vart við leikbræðurna í máldaga Munkaþver-
árklausturs frá 1525. Þar er tíðabókaeign
klaustursins lýst svo: „Svo margar historiu-
bækur í kór: 8 með bræðratíöum í kringum
árið með 2 lesbókum eftir prestaorðu........
historiubækur með prestaorðu 7..............
Eitt brefer eftir bræðraorðu“. Hér er berlega
um tíðabækur fyrir leikbræður að ræða annars
vegar, en þeir sungu eða sögðu aðrar og ein-