Saga - 1953, Qupperneq 111
455
faldari tíðir en prestarnir, einsog þegar hefur
verið getið, og tíðabækur fyrir konventubræð-
uma, sem allir voru annaðhvort djáknar eða
prestar, hins vegar. Á þessum öldum var sá
siður að snúa tíðunum upp í ljóð, og voru þær
sungnar mjög með þeim hætti, en Ijóðuð tíða-
bók var þá kölluð historia.
Höf. telur réttilega, að Lilja hafi haft gagn-
gerð og löng áhrif á íslenzkan helgikveðskap,
og segir svo: „Elzta kvæði, sem Lilja hefur
áhrif á, er Guðmundardrápa Arngríms ábóta,
en hún er ort 1345, eins og fyrr var ritað.
Þess vegna hlýtur Lilja að vera eldri (terminus
ante quem) “. Með þessu á höf. við það — vænt-
anlega —, að 1345 sé terminus ante quem. Hér
áður hefur verið sýnt fram á það, að Guðmund-
ardrápa geti naumast verið ort seinna en 1345,
og að hún hafi þó að líkindum einnig getað
verið ort 1343, eða jafnvel bæði árin 1343 og
1344. Það má því nokkuð örugglega segja um
Guðmundardrápu — en ekki Lilju —, að því
er til þess tekur, hvenær hún var ort, að þá sé
1345 terminus ante quem. Þessi staðhæfing
höf. um aldursafstöðu kvæðanna Lilju og Guð-
mundardrápu er circulus vitiosus, þar sem hann
sönnunarlaust staðhæfir, að Lilja hafi haft
áhrif á Guðmundardrápu, og notar svo þessa
ósönnuðu staðhæfingu sem sönnun fyrir því,
að Lilja sé eldri en Guðmundardrápa. Ter-
minus ante quem Lilja var samin þekkir
maður, og hann er, hvernig sem maður lítur
á það, hvort Eysteinn Þykkvabæjarbróðir og
Eysteinn Helgisetursbróðir voru einn maður
eða tveir, andlát Eysteins Helgisetursbróður