Saga - 1953, Qupperneq 112
456
skömmu fyrir 2. febrúar 1361, en nánar verður
hann ekki ákveðinn í mótsetningu við tímann,
er Guðmundardrápa var samin. Virðist Ey-
steinn hafa verið einhversstaðar milli 42 og
62 ára, er hann andaðist. Fæddur ætti hann
því að vera einhverntíma á árabilinu frá 1299
til 1319. Má gera ráð fyrir því, að hann hafi
naumast verið yngri en tvítugur, en þó lík-
legast allmiklu eldri, er hann orti Lilju, og ætti
hún því ekki að geta verið samin mikið fyrr
en 1339, heldur frekar töluvert síðar. Það
eina, sem maður því með nokkurn veginn vissu
veit um, hvenær hún var samin, er, að það hef-
ur verið einhverntíma um það bil 1339—1361.
Það er því engan veginn víst, að Lilja sé samin
á íslandi, enda þótt líklegra sé það. Nú eru
ótvíræð rittengsl milli Lilju og Guðmundar-
drápu, það sannar bragarhátturinn á báðum,
og ekki sízt 97. og 98. erindi Lilju annarsvegar
og 2. erindi Guðmundardrápu hinsvegar, og
er þó harðar á tekið í Lilju. Nú er það víst,
að Lilja er miklu ágætara kvæði en Guðmundar-
drápa og hefur með réttu orðið víðfrægara
en hún, en þar með er engan veginn sagt, hvort
kvæðið hafi haft áhrif á hitt. Lilja getur verið
bæði yngri og eldri en Guðmundardrápa. Ef
hún er eldri, mun mega telja hana hafa haft
áhrif á Guðmundardrápu, en sé hún yngri,
mun hún hafa orðið fyrir áhrifum frá Guð-
mundardrápu. Allt þetta er í fullri óvissu. Nú
hljóta þeir bræðumir Eysteinn og Arngrímur
ábóti að hafa þekkzt, hvort sem þeir eru af-
brotabræðurnir í Þykkvabæ eða ekki, þar sem
vísitatorarnir settu Arngrím ábóta í embætti