Saga - 1953, Side 114
458
drottins, en lítt persónuleg“. Þetta er bæði rétt
og rangt. Efnið er auðvitað oftast á svipaðan
veg, en meðferðin er á hinum betri kvæðum
ákaflega persónuleg, enda þótt menn, sem ekki
eru vanir að lesa helgikvæði, eigi, ef til vill,
erfitt með að koma auga á skáldskaparbrag-
inn fyrir einhæfi efnisins. Svona er þó um all-
ar skáldskapargreinar, t. d. lýriskan kveðskap,
að efnið er heldur fábreytilegt, þegar búið er
að svipta það hinum skáldlega búningi, og
finnst þeim, sem óvanir eru að lesa hann, oft
lítið til koma af þessum ástæðum — finnst
það sama gutl í sama nóa. Enda þótt efnið sé
í sjálfu sér ekki einskisvert, veltur í skáldskap
allt á framsetningunni og hinni skáldlegu anda-
gift meðferðarinnar. Höf. telur þó Lilju í mót-
setningu við önnur helgikvæði vera „verulega
hjartnæmt kvæði“. Þetta er alveg satt um
Lilju, en hinn óbeini dómur um hin kvæðin
held ég hljóti að stafa af því, að höf. hefur
ekki lesið þau,. því að enda þótt fá þeirra jafn-
ist við Lilju að ágætum, eru sannarlega mörg
þeirra „verulega hjartnæm kvæði“. Telur höf.,
að það sé einsog eitthvað „hafi rótað til í skáld-
inu sjálfu, eitthvað hafi verið drýgt, sem hann
hafi þurft að friðþægja fyrir. Iðrunin er svo
heit og innileg, að það eitt dregur líkur til þess,
að brotlegur maður eigi fremur í hlut en
vammlaus“. Þessa skoðun sína styður hann
fyrst og fremst við það, „hve Satan er ofar-
lega í huga skáldsins. Skáldið er alltaf með
fjandann á vörunum“.
Því er ekki að neita, að sumir ritfræðingar
vorra tíma eru að reyna að keyra bókmennta-