Saga - 1953, Side 115
459
legt mat á skáldskap og stíl inn í stakk hag-
fræðilegra aðferða og beita við það vog, kvarða
og reiknivél. Nú er skáldskapur algerlega hug-
lægur, en tækjum þessum verður aðeins beitt
við það, sem hlutlægt er, svo að niðurstaðan
af vélmati skáldskapar hlýtur að vera einskis
virði. Huglæg efni verður að meta með hug-
lægum tækjum, tækjum sálar og hugsunar, enda
þótt engan veginn sé fast undir fótum með
þeim hætti. Þeir, sem grípa vilja til vélbragða
við skáldskaparmat, geta varla gert það af
öðru, en að þá skorti hugmyndaflug og and-
legan næmleika til þess með innsýni að geta
fest hendur á eðli skáldskaparverkanna. Hag-
fræðiaðferðin er því naumast annað en reipa-
fléttingur úr sandi.
Höf. blöskrar það, hve höfundi Lilju verður
tíðnefndur djöfullinn og ályktar algerlega að
óþörfu rangt af hinni „hagfræðilegu" tíðni-
töflu, er hann hefur samið um það, hve oft
djöfullinn er nefndur í kvæðinu. I töflunni
telur höf. djöfulinn vera nefndan beinlínis 17
sinnum, en óbeinlínis 12 sinnum, en það er
fjarri því, að þessi tafla sé rétt samin og að
rétt sé í henni talið. Helmingurinn af þeim 12
tilfellum, þar sem skufsi er óbeint nefndur,
eru afturgöngur, þ. e. a. s. sama nefning
á honum, og á fjórum stöðum, þar sem hann
er nefndur beinlínis, er það í óslitnu fram-
haldi af þeim og órofnum hugsanatengslum
við þá, svo að þar er í rauninni aðeins um
fjórar nefningar að ræða í stað tíu. Af þessu
má höf. fyrst og fremst læra, að slík talning
verður að vera gerð af hinni ýtrustu nákvæmni