Saga - 1953, Qupperneq 116
460
og skilningsnæmleik, ef ekki á að fara illa,
hvað sem gildi þessarar „hagfræði“ annars líð-
ur. Þá er og í töflunni talið með nefningu
djöfulsins, að höfundur kvæðisins í 49. vísu
kallar Gyðinga „fjandans börnin“, og er þar
þó ekki um eiginlega nefningu djöfulsins að
ræða, heldur nefningu Gyðinga, en þeir voru
í þá daga almennt kenndir til fjandans. Sann-
ar þetta því ekkert um samvizkubit eða synda-
tilfinningu skáldsins. Þá er í 72. vísu talað
um það, að Drottinn á efsta degi skipti mönn-
um í tvo flokka og steypi „öðrum niður í fjand-
ann miðjan“. — Hér er ekki átt við fjandann
sjálfan, heldur merkir fjandinn á þessum stað
helvíti, og er þetta því nokkurskonar pars
pro toto. Þetta er rétt lýsing á kenningu kirkj-
unnar, og kemur því samvizkuástandi kvæðis-
höf. ekkert við. Þá er tilvísunin í 23. og 25.
erindi af nokkuð svipuðum toga spunnin. Eftir-
takanlegast er þó það, að á öllum hinum til-
vitnuðu stöðum í kvæðinu, þar sem djöfullinn
er nefndur, er það beinlínis af því, að sögu-
þráðurinn í kvæðinu samkvæmt heimildum
þess (guðspjöllunum, guðspjallaharmoníu
Eusebíusar, Gesta Salvatoris — Nikódemusar
guðspjalli, Niðurstigningar sögu — og ýmsu
fleiru) beinlínis heimtar, að hann sé nefndur
þar, vegna þess að djöfullinn samkvæmt þeim
er þar starfandi dramatis persona, en alls ekki
nefndur þar af neinni einkatilhneigingu kvæð-
ishöf. Þetta er auðséð af framrás kvæðisins
og efni þess. Þetta getur hver maður séð með
berum augum, og mér er því nær að halda, að
greinarhöf. hafi, meðan hann var að semja