Saga - 1953, Qupperneq 117
461
„hagfræði“töfluna, ekki verið með hugann
nógu vel við það, sem hann var að lesa, úr því
að hann hefur ekki tekið eftir þessu. Þó mætti
við fljóta yfirsýn láta sér detta í hug, að tvö
erindin, sem höf. vitnar til,, 82. og 84., hefðu
persónulega syndatilfinningu og syndajátn-
ingu að geyma, en við nánari athugun sést, að
þótt skáldið noti fyrstu persónu, er syndajátn-
ingin engu að síður almenns eðlis — það er
almenn syndatilfinning allra manna, sem skáld-
ið er að túlka. Kemur það glögglega fram í
síðara helmingi 82. erindis, en þar segir:
Pín mig aðnr en detti á dauði,
Drottinn minn, í lcvölum og sóttum,
aö því miöur sé ég þá síðan
slitinn af fjandans króki bitrum.
Erindið bergmálar þá almennu trú miðald-
anna, að því meiri þrautir og mein, sem menn
þoldu þessa heims, því betri væri afkomu-
vonin í öðru lífi, enda byggðist meinlætalifn-
aðurinn að nokkru leyti á þeirri trú. Það eru
einmitt til nægar sannanir fyrir því, að þessi
skoðun hafi verið ríkjandi hér á landi fyrir
siðaskiptin. Þegar Gizur biskup ísleifsson lá
banaleguna, buðust menn til að heita fyrir hon-
um, en hann svaraði: „Því að eins skal heita á
Guð, að aukist ávallt mitt óhægindi“. Enda
þótt rannsókn á efni 82. og 84. erindis, og líka
76. og 77. erindis, sem höf. þó ekki vitnar til,
hefði verið miklu líklegri til niðurstöðu um
hugarfar og sálarástand skáldsins, en hin „hag-
fræðilega“ töflugerð um djöfulinn, og því skyn-
samlegt viðfangsefni,, er því ekki að leyna, að