Saga - 1953, Page 118
462
sú iðrun, er þar kemur fram, er hvergi per-
sónulegs eðlis, heldur allsstaðar almenns eðlis,
svo að athugun á þessum erindum veitir enga
fræðslu um skáldið.
Segjum nú svo, að slíkar „hagfræðilegar“
töflugerðir gætu verið einhvers nýtar til bók-
menntakönnunar, er það þó víst, að rannsókn á
því, hvað djöfullinn er nefndur oft í ritum mið-
aldanna, bæði hér og annarsstaðar, getur ekki
veitt aðrar upplýsingar um menn miðaldanna,
en að þeir almennt, einsog kaþólskir menn og
rétttrúaðir (orthodoxir) mótmælendur gera
enn í dag, hafi trúað á persónulegan djöful,
sem var bein — og rökrétt — andstæða (anti-
thesis) Guðs, og að hann gengi Ijósum logum
— þó ekki í stíl þjóðsagnanna af Sæmundi
fróða — og reyndi að smeygja sér inn í huga
og líf hvers manns til að spilla honum og tæla
hann til ytri og innri athafna, er kæmu hon-
um í ósátt við Guð og hlytu að valda glötun
hans annars heims. Af þessari skoðun leiddi,
að sífellt og stöðugt þurfti að vera á vaðbergi
gegn þessum illa anda og vara menn stanzlaust
við því að lenda í klóm hans. Af þessu leiddi
auðvitað, að menn óttuðust djöfulinn og sáu
hann í hverju horni, í óeiginlegri merkingu
þess orðs, sem enn sér stað í svo nefndum
blótsyrðum vorra tíma, og að rit miðaldanna
moruðu af nafni hans, enda þótt framrás frá-
sagnarefnis knýði ekki til þess. Sé litið í
íslenzkar bókmenntir, þarf ekki annað en að
leita til heilagra manna sagna eða, svo að kveð-
skapur sé nefndur, í t. d. Krossvísur og Niður-
stigningarvísur herra Jóns Arasonar. En ef