Saga - 1953, Page 120
464
sínu klaustri hafi haft nóg að hugsa heima
fyrir, en hugleiðingar greinarhöf. um rúskot
djöfulsins í klaustrum er ekki neitt, sem höf.
hefur orðið til þess að uppgötva, því að það
er eitt af því fáa, sem djöfullinn líkist Guði
um, að hann er allsstaðar nálægur.
Þá fer greinarhöf., alveg utan við ramma
greinar sinnar, að setja út á höf. Lilju „fyrir
auðsæjar endurtekningar, og gæti því virzt
sem ort hefði verið í flýti, en ekki heflað“.
Hann nefnir tvö dæmi, er honum þykir vera,
sem ekki verður kallað mikið í hundrað erinda
drápu, ef um óviljaðar endurtekningar væri
að ræða. Svo mun þó naumast vera, heldur
munu sumpart valda hinar erfiðu rímþrautir,
einsog höf. virðist hafa nokkurn skilning á,
en ekki sízt hitt, að menn hér og annarsstaðar
töluðu þá ákaflega oft með föstum orðatiltækj-
um. Höf. játar, að þetta upplýsi ekkert um það,
hvernig kvæðið hafi orðið til, en þá verður mér
að spyrja, hversvegna hann sé þá utangarna
með þessa smáborgaralegu hótfyndni. Hann
játar jafnframt, að hér hafi mikið skáld verið
að verki, en þá skarta þessi smásmugulegu
merkilegheit — ég bið afsökunar á orðinu, en
finn ekki annað betur hæfandi — sannarlega
ekki.
Loks fer greinarhöf. út í þjóðsöguna af
því, að Eysteinn hafi með því að kveða Lilju
ort sig upp úr dýflissu þeirri, er Gyrður biskup
á að hafa varpað honum í vegna kerskni-
vísu, sem hann er sagður hafa ort um biskup,, er
hann, að því er talið er, deildi við. Telur greinar-
höf. það engan veginn geta staðizt vegna ald-