Saga - 1953, Side 123
467
nefnd þyrmsl, þ. e. a. s. rétt þann, er kallaður
var privilegium canonis „Si quis suadente dia-
bolo“ eða blátt áfram privilegium canonis, —
greinarhöf. athugi, að hér er djöfullinn nefnd-
ur —, og samþykktur var á 2. kirkjuþinginu
í Laterani 1139. Samkvæmt því privilegio var
hver sá, er lagði heiftuga hönd á klerk eða
klaustramann, fallinn í hæsta páfabann (ex-
communicato major latae sententiae), og varð
afbrotamaðurinn sjálfur að sækja lausn til
Rómar, nema hann væri á banabeði (in arti-
culo mortis). Voru frá þessu ýmsar eðlilegar
og rökréttar undanþágur. Svo mátti biskup af-
leysa, ef aðeins hlutust af barsmíðinni lítilfjör-
leg meiðsl. Til aflausnar þurftu hin venjulegu
skilyrði að vera fyrir hendi, þ. e. hugheil iðrun
og full yfirbót. Yfirbótin var sú, að sökudólg-
inum voru settar sáluhjálplegar skriftir, en
þær voru í því fólgnar, að honum var gert að
leggja á sig einhver meinlæti og (eða) vinna
einhver guðsþakkaverk veraldleg eða andleg,
og getur greinarhöf. nokkuð áttað sig á eðli
slíkrar yfirbótar með því að kynna sér leiðinda-
mál síra Þórðar Roðbjartssonar (D. I. IV). Af-
lausnin varð þó fyrst virk, er afbrotamaðurinn
hafði framkvæmt yfirbótarverkin, nema óvið-
ráðanleg atvik hömluðu. Meðferð málanna var
misjöfn eftir því, hvort afbrotið var framið
opinberlega eða svo að almenningur vissi ekki.
Með opinbert brot var farið opinberlega (in
foro externo), en með leynilegt leynilega (in
foro interno). Um hið fyrra afbrot Eysteins
Þykkvabæj armunks — óhlýðnina — gat ábóti
hans afleyst hann, ef aflausnarskilyrðin voru
k.