Saga - 1970, Blaðsíða 9
KVEIKURINN 1 FORNRI SAGNARITUN
7
ljót til orðinn og alskapaðan.1 Reyndar segir Ari um það,
sem hann fræðir okkur um Úlfljót: „Svo sagði Teitur oss“.
En Sigurður Líndal tekur hóflega mark á slíku. Teitur
var nefnilega í 5. lið kominn frá Helgu dóttur Þórðar
skeggja, sem selt hafði Úlfljóti landnámsjörð sína austur
í Lóni, og „ættfeðrum [hans] hefur e. t. v. einu sinni verið
pólitísk nauðsyn" að búa Úlfljót til eða sögu um hann. Svo
er ættartalan frá Þórði skeggja fallega teiknuð og sett
fallega upp á hægri blaðsíðu gegnt tilvitnuninni í Alfræði
Isidórs um löggjafa Grikkja, Egypta og Rómverja á vinstri
blaðsíðu, til að láta þær skýra hvora aðra.
Um þessa ritgerð Sigurðar Líndals er það annars að
segja, að hún er umræðuverð fyrir það eitt, að hún ber
vitni um þá ráðandi tízku meðal háskólalærðra manna
okkar nú að vefengja allar heimildir um sögu okkar á
Þjóðveldisöldinni og einkum fyrri hluta þeirrar aldar.
Þetta kom meðal annars glögglega fram í sjónvarpsþætti
þriggja háskólalærðra manna í íslenzkum fræðum nýlega.
Þeir virtust allir svo sannfærðir um það, að íslendinga-
sögurnar væru raunverulega „skáldsögur“, að fyrir því
væri óþarft að færa haldbær rök, eða gera nokkur skil
sagnanna á milli. Þeir nefndu að vísu ekki íslendingabók
Ara eða Landnámu, og því skal ósagt látið, hvaða skoð-
anir þeir hafa haft um þau rit, sem hingað til hafa verið
talin hafa mest heimildargildi. Getur því verið, að Sigurð-
ur Líndal hafi ritað grein sína til að sýna, að hann vilji
ganga fremstur í þessum hópi, er hann sýnir viðleitni
sína til að ómerkja Ara sem lærðan bókstafsþræl, en
gætir ekki þess, hvar hann sjálfur stendur og samferða-
menn hans, lærðu mennirnir tímans, sem er að líða. Grein
hans er ekki könnun á því efni sjálfu, sem hann ræðir, og
1 Sigurður Líndal segir reyndar, að „engin rök, heldur einungis
tilgátur hafi verið færðar fram fyrir því, að Ari hafi þekkt Isidór.
Þetta skipti þó engu meginmáli, heldur hitt, hvort hugmyndin um
löggjafa, svo sem hún birtist í riti Isidórs, hafi haft áhrif á Ara.“ —
Svo er nú það!