Saga - 1970, Blaðsíða 281
ÞJÓÐSAGNIR OG SAGNFRÆÐI
279
ií benda til þess, að mönnum hefur verið ljóst, að goðin
voru dýrkuð bæði í hörgum og hofum. Sagnimar um hörg-
ana og goðaborgirnar kynnu að benda til þess, að goðin
hafi einnig verið dýrkuð undir beru lofti, en verið getur,
að sagnirnar um goðaborgimar geymi einhverja minningu
um dýrkun fommanna á fellum og fjöllum, sem skýrast
kemur í hinum foma átrúnaði á Helgafell97 í tveimur sögn-
Um" kemur fram, að menn hafa haft þá hugmynd, að
hofin hafi víst stundum að minnsta kosti snúið í suður og
uorður, og í einni sögninni kemur fram, að dýrum var
fórnað". f sumum sögnunum af átrúnaði fornmanna em
uofndir menn, sem hafi gengið berfættir og berhöfðaðir
UPP á fjallatinda til að tilbiðja goðin,100 og í öðrum eru
uofndar klukkur101 og mun hér gæta kristinna hugmynda.
Um baráttu milli kristni og heiðni eru til nokkrar þjóð-
Sagnir. Þorbjörn goði í Goðdal í Bjamarfirði á að háfa
varpað goðum sínum í Goðafoss, og sama sögn var uppi á
19. öld um Þorgeir Ljósvetningagoða102. Um trúarskipti
þessi eru líka þjóðsögumar um Goðaborg á Hallbjamar-
staðatindi og Helgaá, Klukknagjá og Dysjahvamm103.
Seinni sögnin er um ógurlegan bardaga á milli heiðinna
^nanna og kristinna á Hofströnd sunnan Borgarfjarðar
eystra og hafi kristnh’ menn skírt heiðingja að loknum
Slgri í svokallaðri Helgaá. Styðst saga þessi við ömefni og
^i’ merki þess, að mönnum hafi þótt hin kristnitakan á
alþingi árið 1000 of friðsamleg. í Spak-Bessa þætti er
®essi látinn ganga af heiðninni í hallæri miltlu, þegar goð-
lQ bænheyra hann ekki, og hendir hann þá líkneskjunum
af Þór og Frey í Lagarfljót, og koma þær á land, þar sem
nu beitir Þórsnes og Freysnes104. Hve fom ömefnin era,
Veit enginn, og ekki koma þau fyrir í fomum ritum. Þjóð-
Sagan er einnig til í annarri gerð frá 19. öld105, en þar er
Sagt, að goðalíkneskjum þessum hafi verið kastað í Lag-
arfljót, þegar kristni kom í Fljótsdal. Hér mun Sigfús
!a±a skráð gamla flökkusögn, en þar virðist þó gæta bók-
e£i'a áhrifa. Hann segir þetta hafa gerzt árið 980, en þá