Saga - 1970, Blaðsíða 317
VIKIÐ AÐ LANDI OG SÖGU 1 LANDEYJUM 315
seli þar bæjarleifar, m. a. 14 sleggjusteinsbrot, á bletti,
þa.r sem enginn vissi til, að bær hefði verið.
Austan við Sandhólmann, í mörkum milli hans og Holts-
lands (Nýjabæjar), var Sandlækur. f visitazíu Brynjólfs
biskups Sveinssonar frá 1662, sem áður hefur verið vitnað
til, segir svo m. a.: „eftir tilsögn Árna Ásmundssonar og
hans kvinnu, Guðnýjar, hvör að seldi jörðina Sanda Ein-
ar* Eyjólfssyni með þeim mörkum, að Sandar áttu í Sand-
^k, sem þá var rennandi, en síðan hann þraut hafi verið
kallað Slýlækj armynni." Þessi sala, sem þarna getur um,
hefur farið fram um 1620. Spyrja má, hvaðan Sandlæk-
Ur hafi fengið rennsli sitt. Það kynni að hafa verið komið
°fan frá Seljalandi, frá lækjunum, sem falla þar niður
blíðina. Frásögn visitazíunnar er vitni um rennsli Markar-
ffjóts austur með Eyjafjöllum í byrjun 17. aldar. Hefur
bað að vonum breytt fornum vatnsfarvegum byggðarinn-
ar- Nálægt miðri öldinni eyðilagði það byggð þar, sem nú
heitir Forna-Fit, og eyðilagði með öllu stórbýlið Hala. Var
Þai' eftir víðlend sandleira.
Pramar skal þetta efni ekki rakið að sinni. Landið er
eins °g opin bók öllum, er nema vilja myndunarsögu þess,
en mörg atriði hennar verða ekki skilin né skýrð nema
lneð stuðningi arfsagna og skráðra heimilda frá liðnum
bldum, og þar er í mörg horn að líta.
Heimildir: Frásagnir Einars Einarssonar frá Berjanesi, Sigurðar
le8U^SSOnar 1 Steinmóðarbæ og Sigurjóns Magnússonar I Hvammi, ís-
Sv* lornl)r^asafn (Dipl. Isl.) III, bls. 1, Vistazíubækur Brynjólfs
se 6*nssonar biskups í Þjóðskjalasafni, örnefnaskrár Austur-Landeyja,
n ibréf frá Símoni Oddgeirssyni í Dalseli. Að öðru vísað til heimilda
greininni sjálfri.