Saga - 1970, Blaðsíða 318
Hugleiðingar um stjórnarráðssögu
Ritfregn
Agnar Kl. Jónsson: Stjórnarráð Islands 1904—1964, I—Ö-
XVI, 1046 bls. Sögufélagið 1969. Prentað í Isafoldarprent-
smiðju.
Meðal þess, sem á hugann leitar, þegar þetta mikla verk er vegið
í hendi, er hlutur embættismanna í íslenzkri sagnaritun síðustu
mannsaldra. Einkum hafa lögfræðingar í þeim hópi látið mikið að ser
kveða, og nægir að minna á menn eins og Klemens Jónsson, Eina
Arnörsson, Björn Þórðarson, Ólaf Lárusson og Pál Eggert Ölason.
Enn eru löglærðir embættismenn margir meðal hinna ötulustu °6
bezt virku á akri landssögunnar, og er Agnar Kl. Jónsson í þei111
flokki, auk þess sem hann er trúr ættarvenju; en hann er þriðji ma°"
urinn í beinan legg, sem ver tómstundum sínum til sagnaritunar og
fræðistarfa.
1 formála Stjórnarráðssögu segir, að hugmynd verksins sé fyrst fram
komin hjá embættismönnum i Stjórnarráði, en siðan hafi ráðherra
unnizt á málið. Leið þá ekki á löngu, áður en hafizt væri handa, enda
skammt að leita þess manns, sem bæði var þess umkominn og vl1
vinna verkið.
Nú vaknar sú spurning, hvort slíkur gangur mála sé algengur
þeim bæ, að hugmyndir fæðist hjá hjúunum, en síðan hendi hini
kjörnu landsfeður hugmyndir hinna launuðu húskarla sinna á l0 _
allshugar fegnir og beri þær fram til sigurs, sér og sínum til vara
legs vegsauka. Margir hafa í lengstu lög ríghaldið í þá barnatru,
stjórnmálamenn, og þó einkum ráðherrar séu ævinlega rennandi
ír af bráðsnjöllum hugmyndum, svo að þeír þurfi heldur að ha
aftur af sér en hitt. Hins vegar sjá margir hina mætu starfsme
Stjórnarráðsins gjarnan fyrir sér sem hugmyndasnauðar undirty
og telja sjálfsagt, að þeir séu frábitnir ðllum vilja til frumkvæ
enda ætlist enginn til sliks af þeim.
En vakni efasemdir á annað borð, er ekki úr vegi að færa sig
upp á skaftið. Hannes Hafstein hefúr löngum verið maklega l°fa
fyrir þann fjörkipp, sem varð I lagasetningu og opinberum fr
kvæmdum á fyrra valdaskeiði hans (1904—1909). Það skyW1 n
aldrei vera, að undirmenn hans I Stjórnarráðinu, menn eins
Klemens Jónsson og Jón Magnússon, hafi átt meira en handver
eitt í samningu merkilegra lagabálka þann tíma, sem þeir velgdu s
I steinhúsinu austan Lækjartorgs? Gæti hugsazt, að þeir hafi ein..
átt hugmyndir og jafnvel hugsjónir eins og skáldið í ráðherrasto ^
um? Ekki fyndist mér hlutur Hannesar Hafsteins minnka, Þ°