Saga - 1970, Blaðsíða 37
KVEIKURINN I FORNRI SAGNARITUN S5
i'ituðu Landnámabók, verður þó látið nægja að benda á
það, að samtímamenn þeirra, er sögurnar rituðu, litu á þær
sem sagnfræði og notuðu þær sem heimildir. Þeim gat mis-
sýnzt um öryggi heimilda, en fjarri fór um flesta, að þeir
vildu í riti telja aðra á að treysta þekkingu, sem þeir sjálfir
vissu, að væri uppspuni að mestu.
Það er efalaust um þrjá af þeim Landnámuhöfundum,
sem voru uppi samtímis íslendingasagnahöfundum, þá
Styrmi fróða, Sturlu Þórðarson og Hauk Erlendsson, að
þeir litu Landnámabók þeim augum, að hún væri frá önd-
verðu sagnfræðilegt rit og hlutverk þeirra væri að full-
komna hana í því efni eftir beztu samvizku. Allir bættu
þeir inn í þá Landnámabók, sem þeir endurrituðu og jóku,
frásögnum úr íslendingasögum, er þeir höfðu í höndum,
bseði úr sögum, sem enn eru til og við þekkjum, og úr rit-
uðu máli, sem er týnt. Þeir gerðu það í trausti til sagnanna.
Við getum trauðlega ætlað þeim það, að þeir hafi ekki vitað
betur um tilgang og vinnubrögð samtímamanna sinna, er
íslendingasögurnar rituðu, en nútímamenn, jafnvel betur
en þeir, sem teljast bóklærðir og skriftlærðir úr háskóla.
Lærðir nútímamenn trúa því jafnvel sumir um einn eða
fleiri þessara þriggja, Stynnis, Sturlu og Hauks, að þeir
bafi ekki verið saklausir af því að rita íslendingasögur, og
telja má alveg fullvíst, að þeir hafi allir haft persónuleg
^ynni af einhverjum höfundum eða riturum sagnanna. —
Astæðulaust er að hafa fleiri orð um trú og skoðun há-
skólamannanna þriggja, er birtust í sjónvarpinu.
Hins vegar verður hér lítilsháttar rætt um sannfræði
tslendingasagnanna á óvísindalegan hátt. Er það aðallega
Sert til þess að vekja eftirtekt á athugun, sem gerð var fyr-
lr íáum áratugum á ritun einnar sögu, sem aldrei var
samin. Þessa athugun gerði Magnús Jónsson prófessor og
birti niðurstöður hennar í 8. hefti íslenzkra fræða 1940.
Sagan, sem aldrei var samin, er Guðmundarsaga dýra,
Þar sem m. a. segir frá Löngumýrarbrennu. Ef fræðimenn
°kkar vildu leita í slóð Magnúsar, mundi e. t. v. ýmislegt