Saga - 1970, Blaðsíða 292
290
HALLFREÐUR ÖRN EIRlKSSON
væri nema á Kambabrún164. Um þetta er ekki getið hjá
Jóni Egilssyni, en hann getur um heitgöngumar sjálfar165-
Árið 1627 varð hið geigvænlega Tyrkjarán, sem lifðx
öldum saman í manna minnum. Um það eru til nokkrar
sagnir, skráðar á 19. öld166. Ekki veita þær mikla fræðslu
um ránið sjálft, og eins og Einar Ól. Sveinsson hefur bent
á, eru þær nokkuð beggja blands, og vanmáttur Islendinga
í reyndinni hefur skapað á eftir frægðarsögur um galdra-
menn, sem vörðu landsmenn fyrir þeim með göldrum167-
Ekki eru til margar þjóðsögur um skipti konungsvalds-
ins og landsmanna. I Kapelluhrauni fyrir sunnan Hafnar-
fjörð á umboðsmaður á Bessastöðum að hafa verið drep-
inn og grafinn168, en ekki hefur verið grafið þarna til nð
sjá, hvort þama hefur óskhyggjan ein skapað þjóðsögu eða
ekki. I allt öðrum dúr er sagan af Árna Oddssyni169, seinna
lögmanni fyrir sunnan og vestan, og viðskiptum hans og
föður hans við Herluf Daae höfuðsmann á Islandi á árun-
um 1606—1619. Þó að Jón hafi skráð þjóðsagnimar ó-
breyttar, hefur hann aukið við þær nokkrum bókleguu1
fróðleik, ártölum og fleira eftir Espólín. Þaðan eru öll ar-
tölin og forsagan um orsakirnar til sundurþykkju þeirra
Odds biskups Einarssonar og höfuðsmanns, og hefur EspO'
lín þar mest farið eftir Aldasöng Bjarna Jónssonar, sem
var samtíðarmaður Odds, þó líklega heldur eldri170, °£
málalokum á alþingi, en þessum málaferlum lauk með emb-
ættismissi höfuðsmanns169. Að öðru leyti hefur Jón fan
eftir munnmælum. Er ein sögnin um skattana, en þar bei
Ámi á Herluf Daae að hafa gefið konungi ranga skýrslu-
önnur sögnin er um hina ævintýralegu ferð og dularfuHa
farkost, sem hann fór á til Vopnafjarðar, en af henni eru
til tvö afbrigði. Þriðja sögnin er um hina margfrægu rei
á tveimur dögum, — Espólín segir á fjórum171, —- ur
Vopnafirði til alþingis.
Aðalkjaminn í sögunni af Árna Oddssyni eru málaferh
Odds við Herluf Daae, og þau eru söguleg staðreynd. °£