Saga - 1970, Blaðsíða 220
218
JÓN SIGURÐSSON
mig. Jeg gaar ogsaa derover med en Folese af, at Arbejdet
er slaaet mig i Stykker mellem Hænderne. Jeg gaar der-
over for at tage Arbejdet op paa ny".11 Þessi orð en1
glöggt dæmi þess, hvílíkt áfall Alberti-hneykslið varð leið-
toga þeirrar kynslóðar ráðandi stéttar Danmerkur, sem
lagði grunninn að dönsku þingræði.
Hinar hörðu umræður á þinginu stóðu dögum saman.
Að lokum lögðu allir þingmenn Umbótasinnaða Vinstra-
flokksins fram þingsályktunartillögu í málinu, og var hún
samþykkt eftir fimm daga þóf með 65 atkvæðum, en 38
sátu hjá. Þingsályktunin hljóðaði á þessa lund: „Met
Folketinget udtrykker sin Sorg over den Ulykke, som P. A-
Albertis Forbrydelser have bragt over Folket, beslutter
Tinget at Udtale sin Villighed til at medvirke til at mildné
Ulykkens Folger og sin Vilje til under Ledelse af et Mini-
sterium, der stotter sig til Flertallet i Tinget, at arbejde
paa de Opgaver, hvis heldige Losning Folket venter paa.“12
Með þessari rökstuddu dagskrártillögu var málinu l°ks
komið í gegnum þingið.
Þorsteinn Thorarensen segir, að J. C. Christensen hafi
gefið Friðriki VIII. „sök á því, hve hátt Alberti, þessi
stórsvikari komst í þjóðfélaginu, taldi, að kunningsskapm
og traust Friðriks á honum hefði hlaðið undir hann“-13
Enn fremur segir Þorsteinn á sama stað, að hin löngu
réttarhöld yfir Alberti hafi legið eins og mara á konung1
og verið blettur á gjörvallri stjórnartíð hans. Þorsteinn
lýsir einnig samskiptum þeirra Albertis og Friðriks, meðan
Friðrik var enn krónprins Dana, og segir þar: „Sá maðui
úr flokki Vinstrimanna, sem Friðrik krónprins hafði nU
m. a. saman við að sælda, var Alberti dómsmálaráðh erra,
sem hann hafði þekkt áður. Með honum átti hann betin
skap en hinum reglusama og tiltektarsama sveitamanni
J. C. Christensen. Þar sem Alberti var, mætti hann gla^'
legum veizluglaumsmanni, sem hafði á sér höfðingjasviP
og hafði líka smekk fyrir kampavíni. Þessir dáleikar stóðn
þó ekki lengi, því að bráðlega fór að bera meira en góðu