Saga - 1970, Blaðsíða 312
ÞÓRÐUR TÓMASSON
310
Austur-Landeyjum (Fomufjós), og reiðgötur fyrri alda
vísa þar veg upp eftir Landeyjum. Austan undir Skyggn1
fellur Hólmalæna suður í Ála. Hún nefndist um skeið
Prófastsáll, en í henni drukknaði Þorleifur Arason prófast-
ur á Breiðabólstað 1727.
Austan við Hólmalænu er Gunnarshólmi, sem nær innan
frá Stóru-Dímon og þar suður að, sem Hólmalæna féU 1
Ála. Austan við Gunnarshólma eru svonefndir Smáhólmar.
Voru þeir sundurskornir af Smáhólmalænum, sem féUu
suður í Ála. Leifar hins forna hálendis, er sjá má í Ossa-
bæjarvelli, kunna að sjást innst á Gunnarshólma í hæð, sena
kallast Pretthólmi, og annarri spildu miklu sunnar, sem
kallast Péturshólmi. Austan við Ála mun mega sjá minÍiU'
hinnar eldri framburðarbreiðu t. d. í Ljósárdíla og Bruna-
tanga.
Nú er komið að hinum einu og sönnu Álum, er báru Þa°
nafn ofan frá Dímon og suður að sjó. Austan við þá el
byggðarhverfið Hólmabæir undir Vestur-Eyjafjöllum. Eft
irtektarvert er, að Þorsteinn Magnússon sýslumaður á Mo
eiðarhvoli segir svo í lýsingu Rangárvallasýslu 1744 (Sýsl11
lýsingar, útg. Sögufélagsins 1957, bls. 61): „Aullerne, som
adskiller Östere-Landöeme fra Holmeme eller det hvn
Ness.“ Hér eru Hólmabæir nefndir Hvítanes öðru nafn1-
Skal það látið liggja milli hluta að sinni, en áreiðanlega a
það heiti ekkert skylt við þing Höskulds Hvítanessgoða. ,
Frásaga Njálu um fyrirsát Skarphéðins og félaga hans
Rauðuskriðum (10. öld) gefur heimild til að álíta, a^
Markarfljót hafi runnið fram austan við Stóru-Dímon a
13. öld og þaðan, en eltki vestan hennar, hafi farvegur -
legið fram vestan við Skiptingarhólma, sem tíðast er netn
ur Steinmóðarbæjarhólmi (vesturhluti hólmans var
vísu öldum saman í eigu Voðmúlastaða, unz eigandi Stem^
móðarbæjar keypti hann árið 1764). Vestan MiðeyJ^
hólms liggur farvegur Ála suður í átt til sjávar, og í íorn° ~
hefur þetta verið meginfarvegur Markarfljóts. Ýmsir
vegir lágu að Álafarvegi. Hólmalæna féll í hann að vestan