Saga - 1970, Blaðsíða 11
KVEIKURINN I FORNRI SAGNARITUN
9
á lögfullan hátt, án þess að þjóðfélagið sundraðist einn
orustudag. Trúarskiptin ollu svo litlum umbrotum, — að
engum sagnfræðingi fyiT eða síðar virðist hafa komið til
hugar, að við þau hafi gerzt tímahvörf í sögu þjóðarinnar.
En á þjóðveldisöldinni gerðust þó raunveruleg tíma-
hvörf, svo gagnger, að telja má, að hið heiðna þjóðfélag,
sem stofnað var 930, liði undir lok og kristið þjóðfélag
kæmi í stað þess. Þetta gerðist á svo rólegan, jafnvel hljóð-
látan hátt, var svo vel undirbúið, að nútímamenn virðast
ekki hafa tekið eftir umskiptunum. Þó eru til um það
glöggar heimildir, að vísu ekki margorðar, en hafa hingað
til verið taldar áreiðanlegar, enda samtímaheimildir. Þessi
tímahvörf urðu ekki árið 1000, þegar kristni var lögtekin
eða næstu ár þar á eftir, heldur urðu þau um 1100, þegar
tíundarlögin voru sett og þær brevtingar gerðar á þjóð-
félaginu, er fylgdu í kjölfar þeirra. Þær voru miklu gagn-
gerðari en menn hafa gert sér grein fyrir. Má jafnvel
telja, að þjóðfélagið hafi allt verið endurskoðað og end-
urskipulagt. Um þetta efni verður nú fjallað.
Fyrst skal litið á heimildir í íslendingabók Ara fróða,
orðrétt upp teknar:
„Gissur biskup var ástsælli af öllum landsmönnum en
hver maður annarra, þeirra er vér vitim hér á landi hafa
verið. Af ástsæld hans og af tölum þeirra Sæmundar, með
umráði Markúss lögsögumanns, var það í lög leitt, að allir
menn töldu og virtu allt fé sitt og sóru, að rétt virt væri,
hvort sem var í löndum eða í lausaaurum, og gerðu tíund
af síðan. Það eru miklar jartegnir, hvað hlýðnir landsmenn
voru þeim manni, er hann kom því fram, að fé allt var
virt með svardögum, það er á Islandi var, og landið sjálft
og tíundir af gervar og lög á lögð, að svo skal vera, meðan
ísland er byggt. Gissur biskup lét og lög leggja á það, að
stóll biskups þess, er á íslandi væri, skyldi í Skálholti vera,
en áður var hvergi, og lagði hann þar til Skálholtsland og
margra kynja auðæfi önnur, bæði í löndum og í lausum
aurum.“