Saga - 1970, Blaðsíða 280
278
HALLFREÐUR ÖRN EIRlKSSON
Kollafirði og segir, að grafið hafi verið í hann, og um
Andarkeldu á Skarði, þar sem Geirmundur heljarskinn
átti að hafa fólgið fé sitt. Segir Jón, að maður hafi dáið
skyndilega, þegar hann var að grafa í hana.78
Um heiðni fommanna hafa skapazt nokkrar þjóðsögur.
Það var alkunnugt af fomsögum, að menn höfðu verið
heiðnir í landinu framan af, og bæði þær og rímurnar
fræddu menn um ýmis atriði hinnar fornu trúar, einkum
rímnakenningamar. Fjöldi ömefna víða um land benti
einnig til hins forna átrúnaðar. Víða er getið hofa í munn-
mælasögnum. Hoftóft á að vera rétt utan við Hvamm 1
Dýrafirði79, á Goðahóli í önundarfirði80, á Goðahóli í Goð-
dal í Strandasýslu81 og hof í Hörgshlíð í Mjóafirði vestra.82
Á Móbergi í Langadal í Húnavatnssýslu átti Véfreyður
landnámsmaður að hafa átt hof83. Véfröðar þessa er getið
í Landnámu,84 en ekki er þar minnzt á hofið. Þá á hof að
hafa verið í Grímsey.85 Á Austurlandi eiga hof að hafa
verið í Goðanesi í Hofteigi86, hof Bersa özurarsonar ekki
allfjarri Bessastöðum í Fljótsdal87, bærinn Hof er í Álfta-
firði eystra, og þar nærri á að hafa staðið hof uppi á tindi,
sem heitir Goðatindur88. Er sagt, að þar sjáist merki um
tóttarmót. Um hofið í Hofteigi og hofið í Álftafirði er
getið í Landnámu80 og hofið Bersa í Fljótsdælu90, en ekki
er hofsins á Iiofströnd sunnan Borgarfjarðar 91 getið j
fomum heimildum. Til er sögn um hof í Klausturhólum 1
Ámessýslu.92 I sumum sögnunum eru hofin komin upp a
tinda, og virðist það hafa verið sérstakt austfirzkt ein-
kenni. Iiof á að hafa verið nærri Goðaborgartindi norðan
Mjóafjarðar eystri, annað á Hallbjamarstaðatindi, þriðja
kallað Sönghof upp frá Unaósi, hið fjórða á Bjólfstindi við
Seyðisfjörð og hið fimmta á Goðaborg í Lóni93. Ekki el'
vitað, hve gamlar þessar sagnii’ eru, en ekki eru heimild11'
um þær eldri en frá 19. öld94.
Hörga er miklu sjaldnar getið, en þó er nefndur HörgS'
dalur fram af önundarfirði95 og Hörgshóll á Barði í Fljót-
um, og var tóttin sýnd til sannindamerkis96. Þessar sagn-