Saga - 1970, Blaðsíða 240
238
JÓN SIGURÐSSON
öllum vitnisburði Jespersens, eins og hann lagði sig, og
varð ekkert byggt á þessu atriði. Eigendur húsbygginga-
fyrirtækisins í Jægersborggade báru fyrir réttinum, að
Alberti hefði á ýmsa lund hlunnfarið þá og villt þá með
bókhaldi sínu. Alberti lét bóka, að hann myndi ekkert
eftir bókhaldinu á þessu fyrirtæki, og rétturinn féll fra
ákæru, þar eð „þetta efni er allt svo óljóst, að ekkert verð-
ur á því reist“. Síðan er málefnum Útflutningssambands-
ins og Sparisjóðs sjálenzkra bænda ýtarlega lýst og rakin
saga viðskipta þeirra við Bretland, og hefur verið getið
um þau atriði áður á þessum blöðum. Loks lýsir réttur-
inn því yfir, að ákærði hafi fyrirgert þeim rétti til linunar
dóms, er hann hefði að öðru óbreyttu notið fyrir að hafa
gefið sig sjálfur fram (refsilög, gr. 60).
Dómsorð Sakadómsins voru þessi: „Fanginn Peter Adier
Alberti er dæmdur til átta ára þrælkunarvinnu. Þá er
hann og dæmdur til greiðslu málskostnaðar, og til greiðslu
þóknunar til sækjanda og verjanda í málinu, yfirréttar-
lögmannanna Paludans og Krabbes, 1.500 krónur til hvors.
Dóminum skal framfylgt að lögum“.23
íslenzku blöðin voru fáorð um þetta. Blaðið Reykjavík
getur dómsins aðeins fáum orðum.24 Þjóðviljinn segir fra
honum athugasemdalaust.25 ísafold eyðir á hann 13 °r^'
um, en lætur þó fylgja mynd af skálkinum.20 Lögrétta
segir frá dóminum og birtir ljósmynd af Alberti með, tíU
getur ekki setið á sér að snúa fréttinni upp í árás á Björn
Jónsson ráðherra með þessum orðum: „Sú var tíðin, a
margir vildu koma sér vel við Alberti, þótt sparkað haf1
óspart til hans, eftir að hann komst undir manna hendur-
Þar á meðal er ráðherra okkar núverandi, sem bar iniki
lof á hann, þegar Alberti tók við stjóm Islandsmála T'
og fjekk skömmu síðar frá honum riddarakross sinn.
Að öðru leyti höfðu íslendingar ekki áhuga á málinu, Þa
var ekki framar á dagskrá.
I fangelsinu undi heimsmaðurinn og veizlumaðurinn
Þorsteinn Thorarensen segir, að samfangarnir hafi